Blog

Vefverslun SPOEX

Eftir langa bið erum við nú loksins komin með vefverslun. Til að byrja með eru þær vörur til sölu sem við erum með á göngudeildinni okkar í Bolholti – en það er áreiðanlegt að það munu fleiri vörur bætast við í framtíðinni.

Vörurnar eru pantaðar á vefnum og síðan sóttar á göngudeildina í Bolholti þar sem greitt er fyrir þær. Viðskiptavinir úti á landi geta fengið vörur sendar í pósti gegn gjaldi.

 

Smellið hér til að fara í vefverslunina

 

Félagsmenn í SPOEX fá 30% afslátt á vörunum með kóðanum spoex30

Read more

Aðalfundur SPOEX 2021

Aðalfundur SPOEX 2021 verður rafrænn þetta árið og er haldinn á Zoom líkt og Alþjóðadagurinn.

Hér er hlekkur á fundinn

Read more

Fyrirlestur um svefn og heilsu á Alþjóðadegi Psoriasis 2020

Fyrirlestur Erlu Björnsdóttur “Betri Svefn – Grunnstoð Heilsu” fluttur á Alþjóðadegi Psoriasis 29. október 2020.

Betri Svefn – Grunnstoð Heilsu á YouTube

Read more

Fyrirlestur um margar gerðir psoriasis á Alþjóðadegi Psoriasis 2020

Fyrirlestur Bárðar Sigurgeirssonar “Psoriasis: Ekki Bara Húðsjúkdómur” á Alþjóðadegi Psoriasis 29. október 2020

Psoriasis: Ekki Bara Húðsjíkdómur á YouTube

Read more

Fyrirlestur um Alvotech og Biosimilar Líftæknilyf á Alþjóðadegi Psoriasis 2020

Ásta Friðriksdóttir fjallar um Alvotech og líftæknilyf á Alþjóðadegi Psoriasis 29. október síðastliðinn.

Biosimilar Líftæknilyf á YouTube

Read more

Ávarp frá Heilbrigðisráðherra á Alþjóðadegi Psoriasis 2020

Því miður gat Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ekki verið með okkur á Alþjóðadeginum, en hún sendi fulltrúa sinn í staðinn sem flutti ávarp hennar.

 

Ávarp Heilbrigðisráðherra á YouTube

Read more

Tilkynning frá Stjórn.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar var að setja í fullan gang uppfærslu á félagatalinu okkar sem hafði legið niðri frá í fyrra. Búið var að gera samning við Greiðslumiðlun um félagakerfi frá þeim sem heitir Redo. Stjórn félagsins tókst núna í byrjun ágúst að koma kerfinu í gagnið og fóru því út greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum okkar fyrir tvö síðustu ár.
 
Sökum reynsluleysis með nýtt kerfi fór þetta inní heimabanka fólks án skýringa. Upphaflega höfðum við gert ráð fyrir að senda þetta á tveim aðskildum seðlum og þá með einum valkvæðum fyrir árið í fyrra. Þetta hefði gefið fólki tækifæri á að greiða valkvæða seðilinn síðar.
 
Við viljum biðja afsökunar á að þetta fór svona. Til að koma til móts við þá sem eiga í vandræðum með að greiða þetta í einu lagi viljum við bjóða uppá þann valkost að millifæra fyrir öðru gjaldinu inná reikning félagsins í Íslandsbanka 0516-26-10039-kt-6801770239 og við munum þá fella niður greiðsluseðilinn og stofna nýjan valvæðan fyrir gjaldinu 2019.
Read more

Göngudeild opin.

Göngudeild SPOEX verður opin samkvæmt venju þrátt fyrir hertar aðgerðir vegna covid 19.

Við munum gæta fyllstu varúðar og fylgja öllum reglum um sprittun og annan þrifnað ásamt því að framfylgja tveggja metra reglunni. 

Þeir sem hafa verið á ferð þar sem veiran hefur greinst, verið í tengslum við smitaða eða hafið einkenni sem lýst hefur verið varðandi covid 19 eru beðnir að halda sig heima.

Read more

Opnun göngudeildar á ný

Það er okkur mikil gleði að tilkynna að við fengum grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum til að opna aftur dyr göngudeildarinnar þann 4.maí næstkomandi.

Við opnum samkvæmt hefðbundnum opnunartíma en okkur ber áfram að gæta að 2 metra reglunni, þ.e tveir metrar á milli fólks og að við munum gæta að því áfram að sótthreinsa reglulega snertifleti eins og posa og hurðarhúna.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll aftur. Verið hjartanlega velkomin.

Read more