Vísindasjóður Spoex

Vísindasjóður samtaka psoriasis- og exemsjúklinga (VSPOEX) var formlega stofnaður í lok árs 2005 og er tilgangur sjóðsins að efla rannsóknir á psoriasis- og exemsjúkdómum á Íslandi.

Stofnfé sjóðsins var 700.000 kr. Annars vegar 200.000 króna framlag Bárðar Sigurgeirssonar húðsjúkdómalæknis og hins vegar framlag Spoex samtakanna að upphæð 500.000 kr.

Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur bæst í hann reglulega og má nefna að Spoex samtökin hafa látið renna í sjóðinn áheit sem safnast hafa undanfarin ár í Reykjavíkurmaraþoninu.

Nýverið veitti Spoex upphæð að 4.000.000 kr. í sjóðinn sem hefur gert það að verkum að höfuðstóllinn hefur náð þeirri lágmarksupphæð sem þarf að vera til staðar svo hægt sé að veita úr sjóðnum.

Það er því ekkert því til fyrirstöðu að stofna formlega stjórn sem samkvæmt lögum sjóðsins skal samanstanda af læknum, vísindamönnum og formanni Spoex.