Fræðslufundir og hópar

Spoex heldur reglulega fræðslufundi sem m.a. eru auglýstir hér á heimasíðunni og á Facebook-síðu SPOEX. Reynt er eftir fremsta megni að streyma fundum beint í gegnum Facebook, það er gert fyrir þá félagsmenn sem geta ekki sótt fundina.

Árlega er haldið upp á alþjóðadag psoriasis þann 29. október og við það tilefni býðir Spoex upp á veglega fræðsludagskrá.

Ungliðahreyfing Spoex, UngSpoex heldur reglulega fræðslukvöld.

Stuðningshópar
Spoex bendir á eftirfarandi stuðningshópa á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem oft eru líflegir umræðuþræðir tengdum sjúkdómunum psoriasis og exem.