Til staðar
fyrir þig
Spoex eru samtök psoriasis-og exemsjúklinga um land allt. Hlutverk samtakanna er að sinna fræðslu og ráðgjöf um sjúkdómana psoriasis í húð og liðum og exem.
Fræðslan snýr bæði að sjúklingum sjálfum, aðstandendum þeirra og fræðslu út í samfélagið. Spoex sinnir annars vegar öllu sem snýr að félagsstarfinu en rekur einnig göngudeild þar sem boðið er upp á ljósameðferð og upplýsingagjöf um sjúkdómana í Bolholti 6, 105 Reykjavík.
Kynntu þér sjúkdóminn sem hrjáir meira en 3% mannkyns
Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur sem getur birst bæði í húð og liðum.
Ef þú hefur einu sinni fengið psoriasisútbrot geta þau brotist fram aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá e.t.v. einungis einkenni á margra ára fresti.