Saga félagsins

SPOEX er líknarfélag og var stofnað þann 15. nóvember 1972. SPOEX starfrækir í dag skrifstofu og göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í eigin húsnæði að Bolholti 6 í Reykjavik. Á göngudeildinni er boðið upp á UVB ljósameðferð undir eftitliti sérfræðings í húðsjúkdómum samkvæmt tilvísun frá húðsjúkdómalæknum.

Hjá félaginu starfa skrifstofustjóri og tveir sjúkraliðar með menntun á heilbrigðissviði.Markmið félagsins er fyrst og fremst að gæta réttar sjúklinga og stuðla að betra og ríkara lífi þeirra með fræðslustarfsemi og kynningu á sjúkdómunum.

Stjórn félagsins skipa 7 manns, þar af eru 2 varamenn og er öll vinna stjórnar unnin í sjálfboðavinnu. Jafnframt hafa margir félagsmenn og velunnarar vítt og breitt um landið lagt félaginu lið í gegnum tíðina.

SPOEX er stofnaðili að alþjóðlegum samtökum IFPA (international federation of psoriatic disease associations) og norrænum samtökum psoriasissjúklinga NordPso, þar sem psoriasisfélög á Norðurlöndum eiga aðild að. Samstarfið við félagadeildir innan þessara stofnana er í mörgum tilfellum náið, einkum meðal félaga norrænu samtakanna.