6. mars 2024

Nýr framkvæmdarstjóri Spoex

Stjórn Spoex hefur ráðið Drífu Ósk Sumarliðadóttur til starfa sem framkvæmdarstjóra Spoex og tók hún til starfa 1. febrúar s.l. Drífa er ekki ókunn Spoex en hún hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2020.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.