5. janúar 2024

Gleðilegt árið!

Gleðifréttir fyrir Norðlendinga!
Spoex, Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um rekstur ljósameðferðarstofu fyrir psoriasis- og exem sjúklinga á Akureyri.
Fest hafa verið kaup á nýjum ljósabúnaði, sambærileg þeim sem eru á göngudeildinni í Bolholti; ljósaskápur, handa/fótaljósatæki, ljósagreiða.
Starfsemin verður til húsa hjá Læknastofum Akureyrar, Glerártorgi og er stefnt á opnun í byrjun mars n.k..
Nánari upplýsingar koma síðar.
Kv. Stjórnin