Fréttir
Uppfærð dagskrá Alþjóðadagsins
Alþjóðadagur Psoriasis 2022
Auka Aðalfundur SPOEX
Auka aðalfundur SPOEX verður haldinn í húsnæði félagsins í Bolholti 6 fimmtudaginn 20. október n.k. klukkan 17:30.
Alþjóðadagur Psoriasis 2022
Alþjóðadagur Psoriasis verður haldinn 29. október n.k. á Grand Hótel. Í boði verða fyrirlestrar, léttar veitingar og lifandi tónlist. Dagskráin verður veglegri í ár vegna 50 ára afmælis SPOEX. Húsið opnar klukkan 15:00
Opið í næstu viku, fyrstu vikuna í júlí
Við munum opna klukkan 11:00 mánudaginn 4. júlí og vera með opið til kl. 17. Einnig verður opið á þriðjudag og miðvikudag á sama tíma.
Breyttur opnunartími frá 21. maí
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður 20. maí síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí. Við vonum að veðrið verði gott á meðan lokununni hjá okkur stendur og þið getið notið þess að vera úti. Munið samt eftir sólarvörninni.
Aðalfundur SPOEX 2022
Aðalfundur SPOEX verður haldinn 7. apríl n.k. kl 17:00-19:00 í Gallerí salnum á Grand Hótel
Breytingar á opnunartíma göngudeildar 24 og 25 mars
Vegna veikinda verður opið á fimmtudaginn 24.3 9:30 - 16:30 og lokað föstudaginn 25.3.
Göngudeildin lokar fyrr í dag
Vegna manneklu lokar göngudeildin kl. 16:45 í dag. Opið eins og venjulega á morgun.
Göngudeildin lokuð 10. mars 2022
Vegna veikinda verður göngudeildin okkar lokuð fimmtudaginn 10. mars. Hún verður þó opin eins og venjulega í dag 9. mars og á föstudaginn 11. mars. Biðjumst velvirðingar á þessari truflun.
Dagur 2 í herferð IFPA um sjaldgæfar tegundir psoriasis
Greinin sem birtist á heimasíðu IFPA í dag er um GPP sem er skammstöfun fyrir Generalized Pustular Psoriasis. Greinina má finna hér #DOyouRECOGNIZEyourself
Herferð IFPA um sjaldgæfar tegundir psoriasis
Ár hvert er 28. febrúar dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Nokkrar tegundir psoriasis eru þar með taldar. Tildæmis GPP, PPP og Erythrodermic psoriasis. IFPA hefur hafið herferð til kynningar á sjaldgæfum tegundum psoriasis me póstum á samfélagsmiðlum sem og greinum á...
Mánudagur 7. febrúar – göngudeildin opin
Göngudeildin er búin að opna og allt er komið í venjulegan farveg hjá okkur. Takk fyrir skilninginn.
Mánudagur 7. febrúar – slæm veðurspá
Vegna slæmrar veðurspár mánudaginn 7. febrúar verður göngudeildin okkar lokuð þar til veðrinu slotar. Við reynum að uppfæra þessa færslu annars hvetjum við fólk sem hefur hug á að koma til okkar á morgun að hringja á undan sér í síma 5889620.