Uncategorized

Rannsókn á tengslum andlegrar líðan við psoriasis

Alexandra Jónsdóttir nemi í sálfræði við HR gerir nú rannsóknarverkefni sitt um tengsl andlegrar líðan við psoriasis.
 
Hún óskar eftir fólki til að svara eftirfarandi spurningalista (bæði fólki með psoriasis og þá sem eru ekki með psoriasis til að safna svörum frá samanburðarhópi!)
 
Ítarlegar upplýsingar er að finna á á fyrstu tveimur blaðsíðum könnunarinnar
Þátttakendur verða að hafa náð 18 ára aldri.
 

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt enda mikilvægt rannsóknarefni.

Rannsóknina má nálgast  >hér<

Read more

Aðalfundur Spoex 2019 -Niðurstöður kosninga


Niðurstöður kosninga í stjórn Spoex urðu ansi óvæntar og skemmtilegar en Ingvar Ágúst Ingvarsson fyrrum stjórnarmeðlimur og formaður Spoex 2010-2018 var kosinn aftur sem formaður Spoex. Ekkert mótframboð barst í það embætti.
Þorsteinn Þorsteinsson bauð sig aftur fram til næstu tveggja ára sem aðalmaður í stjórn. Einnig var
Arnþór Jón Egilsson  kosinn sem nýr aðalmaður í stjórn og Elín Hauksdóttir fyrrum stjórnarmeðlimur og formaður Spoex var kosin sem varamaður.
Meðfylgjandi mynd er af nýkjörinni stjórn en á myndina vantar Arnþór Jón Egilsson sem var erlendis.

Skoðunarmenn reikninga félagsins fyrir komandi starfsár voru líka kosnir en Hinrik Þór Harðarson endurskoðandi situr áfram og Albert Ingason fyrrum stjórnarmeðlimur og formaður er nýr skoðunarmaður reikninga.

Ingvar Ágúst er einnig stjórnarmeðlimur í alþjóðasamtökum IFPA og hélt hann stutt fræðsluerindi um alþjóðastarf Spoex.

Stjórn ársins 2019 er því eftirfarandi:

Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður
Gautur Sturluson aðalmaður
Sveinn Óskar Hafliðason aðalmaður
Þorsteinn Þorsteinsson aðalmaður
Arnþór Jón Egilsson aðalmaður
Þórdís Guðný Magnúsdóttir varamaður
Elín Hauksdóttir varamaður

Read more

Afsláttarkjör félagsmanna 2019

Félagsskírteini Spoex

Við notkun afsláttar ber félagsmönnum að sýna félagsskírteini Spoex. Hægt er að panta nýtt skírteini á skrifstofa@spoex.is

Afsláttur félagsmanna Spoex 2019

Líkamsrækt  

Bjarg, líkamsræktarstöð, Bugðusíðu 1 603 Akureyri, www.bjarg.is
25% af öllum kortum, afsláttur gildir ekki af námskeiðum

Crossfit Austur, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir,  www.crossfitaustur.com
Fyrsti mánuður frír í áskrift. Fjölbreyttir tímar sem henta öllum.
Frír íþróttaskóli fyrir börn meðlima 1x í viku og barnapössun möguleg.
20% afsláttur í netverslun Austurstore af fatnaði, aukahlutum, stuðningsvörum og húðvörum. Afslátttur gildir aðeins í netverslun www.austurstore.is með kóðanum “spoex19”.

Crossfit Selfoss, Eyravegur 33, 800 Selfoss, www.crossfitselfoss.is
15% af öllum staðgreiddum kortum

Gáski Bolholt 8 | 105 Reykjavík, Þönglabakka 1, Mjódd | 109 Reykjavík www.gaski.is
12 vikna kort 13.600 (20% afsláttur) / Árskort á 29.000

Heilsuborg Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík, www.heilsuborg.is
13% afsláttur af líkamsrækt

Hress, líkamsræktarstöð Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði,  www.hress.is
Árskort á 65.990kr

Hressó, líkamsræktarstöð, Strandarvegi 65 900 Vestmannaeyjum www.facebook.com/Hresso/
10% af allri líkamsrækt

Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum,
Tjarnarbraut, 700 Egilsstaðir
20% afsláttur af kortum í þrek og sund

Íþróttamiðstöðin og sundlaugin á Vík, Mánabraut 3, 870
Félagsmenn fá bæði frítt í sund og í tækjasalinn

Stúdíó Dan, Hafnarstræti 20,  400 Ísafirði
www.facebook.com/studiodan1/
20% afsláttur af kortum, gildir ekki fyrir samninga eða tímakort.

Meðferðir og meðferðarvörur

101 Spa, Reykjavík, Laugavegur 71, 101 Reykjavík, www.101spa.is
30% afsláttur af meðferðum mán-mið og 10% afsláttur fim-lau

Bláa lónið, allar verslanir, Laugavegi 15, Leifsstöð og í Bláa lóninu Svartsengi
40% afsláttur af öllum meðferðarvörum:
SILICA SOFTENING BATH AND BODY OIL, MINERAL MOISTERIZING CREAM, MINERAL INTENSIVE CREAM, SILICA MUD MASK.

Geo Silica, www.geosilica.is
2 FYRIR 1 af öllum vörum í vefverslun. Skrifið SPOEX í athugasemd þegar flaska er keypt og önnur fylgir í kaupbæti.

Lyfja, apótek um land allt
12% afsláttur af nokkrum vöruflokkum. Húðvörum, gerviskinni og hönskum.
Vegna laga um persónuvernd þarf að veita Spoex formlegt leyfi til að senda Lyfju kt. Viðkomandi til að virkja afsláttinn. Nýir meðlimir geta skráð samþykki við skráningu í félag Spoex.

Sálfræðimeðferð, Anna Dóra Steinþórsdóttir bókun í síma 866-4046.
Lífsteinn, Álftamýri 1, 105 Reykjavík.
Félagsmönnum Spoex býðst tíminn á 13.000 í stað 15.000. Þeir þurfa að taka fram við bókun að þeir séu meðlimir Spoex.

Þínir fætur fótaaðgerðarstofa Hafnarstræti 97, 600 Akureyri
500kr. afsláttur af almennu verði

 

Að auki veitir Olís afslátt á bensínstöðvum sínum


Í hvert skipti sem viðskiptavinur framvísir félagsskírteini við kaup á bensíni hjá Olís styrkir hann Spoex, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga og sparar pening sjálfur!
Olís framleiðir félagsskírteinin fyrir Spoex og eru kortin því bæði merkt félaginu efst í hægra horni og Olís.

 

OLÍS bensínstöðvar um land allt

10% afsláttur af vörum (öðru en tóbaki, lottói o.fl)
4 kr. afsláttur af bensíni við sjálsafgreiðslu
6 kr. afsláttur af bensíni í þjónustu

 

Greiðsluþátttaka SÍ á mýkjandi og húðvernandi kremum

Félag Spoex vill benda fólki á að Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða nokkrar tegundir af mýkjandi og húðverndandi kremum en sjúklingar þurfa að sækja um þennan afslátt í gegnum húðlækni.

Meðfylgjandi listi er af húðmýkjandi kremum og smyrslum sem tók gildi 1.apríl 2017 og gildir í 5 ár.

Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er einhver eftirfarandi sjúkdóma: Hreisturhúð (ichtyosis) ICD-10 Q80,0 Psoriasis ICD-10 L40 Bráðaofnæmishúðbólga (atopic dermatitits) ICD-10 L20

Önnur húðbólga (other dermatitis) ICD-10 L30

ACP Smyrsli 100 ml
Akvosum Smyrsli 595 ml
Akvósum m/ glyceroli 50% Krem 400 ml
Akvósum m/kabamid 10% Smyrsli 400 ml
Ammonium Lactate 12% Áburður 400 ml
Ceridal kuldakrem Krem 50 ml
Decubal Krem áfylling 1 kg
Decubal Krem með pumpu 1 kg
Decubal Lipid 70% Krem 500 ml
Eucerin AtoControl
Body care lotion
Áburður 400 ml
Eucerin Repair
Foot Cream 10%
Krem 100 ml
Hydrofil –Apótekið Krem með pumpu 500 ml
Hydrofil – Gamla Apótekið Krem með pumpu 500 ml
Locobase LPL Krem 490 g
Locobase Repair Krem 100 b
Kerecis Maricell Footguard Krem 500 ml
Kerecis Maricell Psoria Krem 500 ml
Kerecis Maricell Xma Krem 500 ml
Neostrata PDS
Problem Dry Skin
Krem 100 ml
Vasilinum Salicylicum 10% Smyrsli 100 g

 

Lyfjadeild Sjúktratrygginga Íslands -Sími: 515-0050 -Netfang: lyfjadeild@sjukra.is -www.sjukra.is

Read more

Matvælamerkingar – Að lesa og skilja innihaldslýsingar
Eftir Anítu Sif Elísdóttur matvælafræðing

Þegar við verslum í matinn er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við setjum í innkaupa- kerruna. Bragð, útlit og verð hafa áhrif á matinn sem við veljum en ekki er síður mikilvægt að huga að næringarsamsetningu vörunnar. Grunnurinn að því að upplýsa neytendur um samsetningu og holl- ustugildi matvæla eru upplýsingar um innihaldsefni og næringargildi.
Ef við treystum okkur ekki í að skilja þessar upplýsingar, geta hollustu- merkingar verið mikil einföldun og auðveldað okkur skynsamlegt val.

Innihaldslýsing

Það er almennt skylt að merkja matvæli með innihaldslýsingu. Hún segir til um samsetningu vörunnar. Í henni þarf að tilgreina öll hráefni, aukaefni og önnur efni sem eru notuð til að búa matvöruna til, í röð eftir minnkandi magni eins og þau eru not- uð við framleiðslu vörunnar. Ef sykur er meðal þeirra hráefna sem eru talin fyrst upp má draga þá ályktun að ekki sé um hollustuvöru að ræða. Hins vegar er vert að hafa í huga að við- bættur sykur er ekki einungis hvítur sykur. Sykur á sér mörg nöfn sem koma oft fram neðarlega í innihalds- lýsingu, til að mynda síróp, maíssíróp, ávaxtasykur (frúktósi) og mólassi svo eitthvað sé nefnt.

Næringaryfirlýsing

Næringaryfirlýsing gefur upplýsingar um orku og magn næringarefna í matvælum, þ.e fitu, kolvetna, próteina, trefja, vítamína og steinefna og miðast við innihald í 100 g eða 100 ml af vöru. Fram til þessa hefur fram- leiðendum verið frjálst að merkja matvæli með næringaryfirlýsingu, nema með ákveðnum undantekning- um, t.d þegar næringar- eða heilsu- fullyrðingar eru á umbúðum. En samkvæmt nýrri alþjóðlegri reglugerð (1294/2014) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda er skylt að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Ólík hugtakanotkun og villandi upplýsingar
Merkingar matvæla hafa meðal annars það markmið að hjálpa neyt- endum að velja á milli vara og vernda heilsu þeirra og því er afar mikilvægt að þær séu réttar og vel framsettar. Upplýsingar um næringarsamsetn- ingu hafa hins vegar oft á tíðum verið óskýrar og villandi fyrir neytendur, t.d þegar verið er að geta til um magn kolvetna og viðbætts sykurs í nær- ingaryfirlýsingu. Í sumum tilvikum hafa framleiðendur notað hugtakið „súkrósi“ þegar verið er að tilgreina magn viðbætts sykurs eða „ein– og tvísykrur“ sem getur þá bæði átt við um náttúrulegan eða viðbættan sykur. Fyrir meðal Jón sem er lítið að sér í næringarfræði geta ólík hugtök yfir sama hlutinn valdið ruglingi en með nýju reglugerðinni ætti það að verða úr sögunni.

Hvað segir nýja reglugerðin um næringaryfirlýsingu Samkvæmt nýju reglugerðinni verða upplýsingar um næringargildi að vera mun ítarlegri heldur en verið hefur og settar fram eftir stöðluðu formi. Reglurnar gera meiri kröfur en áður hvað varðar hugtakanotkun og upp- setningu orku- og næringarefna.

Í næringaryfirlýsingu er nú skylt að tilgreina eftirfarandi atriði í þessari röð: orka, fita, mettuð fita, kolvetni, sykur- tegundir, prótein og salt (sjá töflu 1).

Framleiðendum er einnig frjálst að bæta við einu eða fleiri af eftirfarandi atriðum: einómettuðum fitusýrum, fjölómettuðum fitusýrum, fjölalka- hóli, sterkju, trefjum og ákveðnum vítamínum og steinefnum og þáí þessari röð (sjá töflu 2).


Það er mikilvægt að matvælaframleið- endur séu samstíga hvað varðar hug- takanotkun til að koma í veg fyrir vill- andi upplýsingar. Eins og sjá má í töflunum verður hér eftir einungis notast við hugtakið „sykurtegundir“
í staðinn fyrir sykur, sem felur þá í sér allar ein – og tvísykrur sem finnast í matvælum. Þessar breyttu reglur munu stuðla að auknum skilningi neytenda og auðvelda þeim að bera saman vörur.

Hvað merkir skráargatið?

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem notað er á umbúðir matvæla og segir til um hollustugildi þeirra. Skráargatið hefur verið í notkun í 25 ár á Norðurlöndunum, fyrst í Svíþjóð og síðar í Noregi og Danmörku, en var fyrst innleitt á Íslandi árið 2013.

Með hollustumerkingum eru neyt- endur hvattir til að velja heilbrigðan lífsstíl. Aðalmarkmið skráargatsins er að auðvelda neytendum að velja hollustusamlegri matvörurog á merkið að tryggja að tiltekin vara sé sú hollasta í sínum flokki. Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur er merkið hvatning fyrir matvælaframleiðendur til að þróa betur samsett matvæli næringar- fræðilega séð og að fjölga hollum matvörum á markaði. Skilyrðin til að notast megi við hollustumerkið er að matvaran þurfi að uppfylla ákveðnar kröfur um magn næringarefna, s.s. meira af trefjum og heilkorni og minna magn af sykri, salti og mett- aðari fitu en aðrar sambærilegar vörur. Þar af leiðandi má segja að matvörur sem bera skráargatsmerkið endurspegli markmið embætti landlæknis hvað varðar aukna neyslu á trefjum og heilkornavörum en minnkaða neyslu á sykri, salti og mettaðri fitu. Til að stuðla að bættri heilsu almennings og auka neyslu á heilsusamlegu mataræði eru neytendur því hvattir til að velja skráargatsmerktar vörur og lesa inni- haldslýsingar, einkum á unninni eða samsettri matvöru.

Read more

How to survive the tough path of life

Vestibulum quam nisi, pretium a nibh sit amet, consectetur hendrerit mi. Aenean imperdiet lacus sit amet elit porta, et malesuada erat bibendum.

Read more

Donate your woolens this winter

Vestibulum quam nisi, pretium a nibh sit amet, consectetur hendrerit mi. Aenean imperdiet lacus sit amet elit porta, et malesuada erat bibendum.

Read more

A single person can change million lives

Vestibulum quam nisi, pretium a nibh sit amet, consectetur hendrerit mi. Aenean imperdiet lacus sit amet elit porta, et malesuada erat bibendum.

Read more