Spoex og Reykjavíkurmaraþon

Þann 20.ágúst næstkomandi verður árlegt Reykjavíkurmaraþon. Spoex -Samtök psoriasis og exemsjúklinga er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að hlaupa fyrir, líkt og síðustu ár. Nú þegar hafa 8 hlauparar skráð sig til leiks sem hlaupa allt frá 10km-42km. Hér er hægt að skoða þá hlaupara sem ætla að hlaupa fyrir Spoex: Við hvetjum […]

Ingvar Ágúst Ingvarsson kosinn í stjórn IFPA 2016-2019

Rétt í þessu bárust fréttir frá Alþjóðaþingi IFPA 2016 um að Ingvar Ágúst formaður Spoex hafi hlotið kosningu sem aðalmaður í stjórn IFPA 2016-2019. IFPA stendur fyrir International Federation of Psoriasis Association og eru alþjóðleg psoriasis samtök. Megintilgangur IFPA er að efla samstarf og fræðslu milli landa og styðja þau lönd sem ekki eru með virk […]

Bláa Lónið veitir psoriasissjúklingum meðferð án greiðsluþátttöku

Eftirfarandi frétt birtist á vef Velferðarráðuneytisins í dag þann 12.maí árið 2016: „Sjúkratryggingar Íslands og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa lónið veita íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn í vikunni. Bláa Lónið hefur frá árinu 1994 […]

Spoex býður UNGspoex í keilu!

Fimmtudaginn 5.maí 2016 ætlar UNGSpoex að halda keilukvöld kl.19:45 í Keiluhöllinni Egilshöll. UNGspoex er félagsstarf innan spoex ætlað fólki á aldrinum 15-30 ára. Kynning verður á UngSpoex og stutt spjall eftir keiluna. Endilega sendið tölvupóst á ragnheidur@psoriasis.is til að skrá þátttöku. Við hlökkum til að sjá ykkur ! 🙂 Facebook hópur: https://www.facebook.com/groups/399259470277517/

Ert þú með psoriasis eða exem og ert á milli meðferða?

KERECIS rannsókn Kerecis leitar nú að 5 einstaklingum með exem og 5 einstaklingum með psoriasis til prófana á virkni kremanna, ásamt myndatökum fyrir og eftir meðhöndlun. Prófanirnar fela í sér daglegan áburð kremanna á hrjáð húðsvæði þátttakenda í að minnsta kosti 2 vikur. Ekki mun vera hægt að bera kennsl á þátttakendur á þeim ljósmyndum […]

Niðurgreidd krem

Sjúkratryggingar Íslands greiða niður nokkur mýkjandi og húðverndandi krem, um allt að 70-80%. Þetta var samþykkt 1.janúar árið 2015 og gildir til næstu fimm ára. Sjúklingar þurfa að biðja húðlækni um að sækja um afsláttinn í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Skjalið má nálgast á vef sjúkratrygginga, beinn linkur yfir á það er hér: Niðurgreidd krem  

Aðalfundur SPOEX 5. apríl 2016

Aðalfundur SPOEX verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Hefðbundin aðalfundarstörf, kosning til stjórnar SPOEX. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins og að lokum verður fræðsla og opið samtal við nýkjörna stjórn félagsins. Takið daginn frá.

Nýr skrifstofustjóri

Anja Ísabella Lövenholdt hóf störf þann 21. mars sem nýr skrifstofustjóri Spoex. Vinnutími hennar verður frá kl. 13-17 alla virka daga. Netfang hennar er skrifstofa@psoriasis.is og síminn á skrifstofunni er 588-9666. Við í stjórn Spoex hlökkum mikið til að vinna með henni að þeim mörgu verkefnum sem þarf að sinna á vegum félagsins. Þeir félagsmenn […]