19. október 2021

Alþjóðadagur Psoriasis 28. október

Alþjóðadagur Psoriasis verður haldinn fimmtdaginn 28.október kl. 17.30 í á Grand hotel við Sigtún. Salurinn er Háteigur. 

Dagskrá viðburðarinns verður fjölbreytt. Meðal efnis verður. Ingvar Ágúst Ingvarsson varaforseti IFPA talar um samtökin og starf þeirra í þágu psoriasissjúklinga um heim allann. Sóley Dröfn Davíðsdóttir Sálfræðingur hjá Kvíðamerðferðamiðstöðinni mun fjalla um kvíða. Drífa Ósk Sumarliðadóttir stjórnarmaður hjá SPOEX mun fjalla um hvítbók um loftslagsmeðferðir sem var unnin fyrir Norpso. Veglegar veitingar verða í hléi auk kynninga frá styrktaraðilum.

Dagskrá

  • Ávarp formanns og skipun fundarstjóra
  • Ingvar Ágúst Ingvarsson varaforseti IFPA
  • IFPA samtökin og störf þeirra í þágu psoriasis sjúklinga um heim allan.
  • Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
  • Erindi um kvíða
  • Hvítbók um loftslagsmeðferðir. Kynning á skýrslu sem unninn var fyrir Nordpso um loftslagsmeðferðir
  • Vörukynningar frá styrktaraðilum

Boðið verður uppá veitingar í hléi. Dagskrá lýkur um kl 19:30