29. október 2021

Alþjóðadagur

Aljþjóðadagur Psoriasis er í dag 29. Október. Í tilefni dagsins var haldin viðburður á Grand hotel við Sigtún í gær. Viðburðurinn tókst í alla staði mjög vel en fleiri komust að en vildu. Fyrirlesarar á fundinum voru Ingvar Ágúst Ingvarsson varaforseti IFPA sem talaði um þessi alþóðasamtök psoriasissjúklinga og þau verkefni sem hafa verið unnin og verið er að vinna að. Það var mjög gaman fyrir okkur að fá Ingvar okkar fyrrum formann til að segja frá því góða starfi sem fram fer hjá IFPA. Þá flutti Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöðinni mjög skemmtilegt erindi um kvíða. Að lokum var erindi um hvítbók sem við ásamt samstarfsfélögum okkar á norðurlöndum, “Nordpso” lét vinna um loftslagsmeðferðir og aðgengi að þeim á norðurlöndum. Þetta var mjög fræðandi og upplýsandi fyrirlestur sem flutter var af Drífu Ósk Sumarliðadóttur stjórnarmanni hjá SPOEX. Niðurstaða hvítbókarinnar er að það þarf að vinna betur í að gera þessar meðferðir aftur aðgengilegar fyrir þá sjúklinga sem á þurfa að halda.
Fundarstjóri á fundinum var Arnþór Jón Egilsson stjórnarmaður SPOEX.