Félag Spoex rekur skrifstofu og göngudeild í Bolholti 6, 105 Reykjavík. Á skrifstofunni fer fram mikið og þarft starf; halda þarf utan um málefni er varða félagsmenn og sinna bókhaldi og erlendu samstarfi, enda er Spoex aðili að alþjóðlegu psoriasis samtökunum IFPA og Nordpso sem eru samtök norrænna psoriasisfélaga. Fræðslufundir og fyrirlestrar eru haldnir á vegum félagsins og þar ber helst að nefna metnaðarfulla dagskrá á alþjóðadegi psoriasis sem er haldinn 29. október ár hvert. Starfsmaður félagsins er jafnframt tengiliður við fréttaveitur, ráðuneyti og önnur félagasamtök eins og ÖBÍ sem SPOEX er aðili að.

Á göngudeild Spoex er hlýlegt andrúmsloft og vel tekið á móti gestum. Þar er veitt ljósameðferð, fræðsla og stuðningur við sjúklinga, en að auki er hægt að bóka viðtalstíma húðlæknis sem kemur einu sinni í mánuði.
Tveir sjúkraliðar starfa á göngudeild Spoex og hér getur þú lesið meira um göngudeildina.