Blog

Matvælamerkingar – Að lesa og skilja innihaldslýsingar
Eftir Anítu Sif Elísdóttur matvælafræðing

Þegar við verslum í matinn er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við setjum í innkaupa- kerruna. Bragð, útlit og verð hafa áhrif á matinn sem við veljum en ekki er síður mikilvægt að huga að næringarsamsetningu vörunnar. Grunnurinn að því að upplýsa neytendur um samsetningu og holl- ustugildi matvæla eru upplýsingar um innihaldsefni og næringargildi.
Ef við treystum okkur ekki í að skilja þessar upplýsingar, geta hollustu- merkingar verið mikil einföldun og auðveldað okkur skynsamlegt val.

Innihaldslýsing

Það er almennt skylt að merkja matvæli með innihaldslýsingu. Hún segir til um samsetningu vörunnar. Í henni þarf að tilgreina öll hráefni, aukaefni og önnur efni sem eru notuð til að búa matvöruna til, í röð eftir minnkandi magni eins og þau eru not- uð við framleiðslu vörunnar. Ef sykur er meðal þeirra hráefna sem eru talin fyrst upp má draga þá ályktun að ekki sé um hollustuvöru að ræða. Hins vegar er vert að hafa í huga að við- bættur sykur er ekki einungis hvítur sykur. Sykur á sér mörg nöfn sem koma oft fram neðarlega í innihalds- lýsingu, til að mynda síróp, maíssíróp, ávaxtasykur (frúktósi) og mólassi svo eitthvað sé nefnt.

Næringaryfirlýsing

Næringaryfirlýsing gefur upplýsingar um orku og magn næringarefna í matvælum, þ.e fitu, kolvetna, próteina, trefja, vítamína og steinefna og miðast við innihald í 100 g eða 100 ml af vöru. Fram til þessa hefur fram- leiðendum verið frjálst að merkja matvæli með næringaryfirlýsingu, nema með ákveðnum undantekning- um, t.d þegar næringar- eða heilsu- fullyrðingar eru á umbúðum. En samkvæmt nýrri alþjóðlegri reglugerð (1294/2014) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda er skylt að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Ólík hugtakanotkun og villandi upplýsingar
Merkingar matvæla hafa meðal annars það markmið að hjálpa neyt- endum að velja á milli vara og vernda heilsu þeirra og því er afar mikilvægt að þær séu réttar og vel framsettar. Upplýsingar um næringarsamsetn- ingu hafa hins vegar oft á tíðum verið óskýrar og villandi fyrir neytendur, t.d þegar verið er að geta til um magn kolvetna og viðbætts sykurs í nær- ingaryfirlýsingu. Í sumum tilvikum hafa framleiðendur notað hugtakið „súkrósi“ þegar verið er að tilgreina magn viðbætts sykurs eða „ein– og tvísykrur“ sem getur þá bæði átt við um náttúrulegan eða viðbættan sykur. Fyrir meðal Jón sem er lítið að sér í næringarfræði geta ólík hugtök yfir sama hlutinn valdið ruglingi en með nýju reglugerðinni ætti það að verða úr sögunni.

Hvað segir nýja reglugerðin um næringaryfirlýsingu Samkvæmt nýju reglugerðinni verða upplýsingar um næringargildi að vera mun ítarlegri heldur en verið hefur og settar fram eftir stöðluðu formi. Reglurnar gera meiri kröfur en áður hvað varðar hugtakanotkun og upp- setningu orku- og næringarefna.

Í næringaryfirlýsingu er nú skylt að tilgreina eftirfarandi atriði í þessari röð: orka, fita, mettuð fita, kolvetni, sykur- tegundir, prótein og salt (sjá töflu 1).

Framleiðendum er einnig frjálst að bæta við einu eða fleiri af eftirfarandi atriðum: einómettuðum fitusýrum, fjölómettuðum fitusýrum, fjölalka- hóli, sterkju, trefjum og ákveðnum vítamínum og steinefnum og þáí þessari röð (sjá töflu 2).


Það er mikilvægt að matvælaframleið- endur séu samstíga hvað varðar hug- takanotkun til að koma í veg fyrir vill- andi upplýsingar. Eins og sjá má í töflunum verður hér eftir einungis notast við hugtakið „sykurtegundir“
í staðinn fyrir sykur, sem felur þá í sér allar ein – og tvísykrur sem finnast í matvælum. Þessar breyttu reglur munu stuðla að auknum skilningi neytenda og auðvelda þeim að bera saman vörur.

Hvað merkir skráargatið?

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem notað er á umbúðir matvæla og segir til um hollustugildi þeirra. Skráargatið hefur verið í notkun í 25 ár á Norðurlöndunum, fyrst í Svíþjóð og síðar í Noregi og Danmörku, en var fyrst innleitt á Íslandi árið 2013.

Með hollustumerkingum eru neyt- endur hvattir til að velja heilbrigðan lífsstíl. Aðalmarkmið skráargatsins er að auðvelda neytendum að velja hollustusamlegri matvörurog á merkið að tryggja að tiltekin vara sé sú hollasta í sínum flokki. Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur er merkið hvatning fyrir matvælaframleiðendur til að þróa betur samsett matvæli næringar- fræðilega séð og að fjölga hollum matvörum á markaði. Skilyrðin til að notast megi við hollustumerkið er að matvaran þurfi að uppfylla ákveðnar kröfur um magn næringarefna, s.s. meira af trefjum og heilkorni og minna magn af sykri, salti og mett- aðari fitu en aðrar sambærilegar vörur. Þar af leiðandi má segja að matvörur sem bera skráargatsmerkið endurspegli markmið embætti landlæknis hvað varðar aukna neyslu á trefjum og heilkornavörum en minnkaða neyslu á sykri, salti og mettaðri fitu. Til að stuðla að bættri heilsu almennings og auka neyslu á heilsusamlegu mataræði eru neytendur því hvattir til að velja skráargatsmerktar vörur og lesa inni- haldslýsingar, einkum á unninni eða samsettri matvöru.

Read more

Saga psoriasis eftir Birki Sveinsson húðlækni

Psoriasis er líklega meðal þeirra sjúk- dóma sem lengst hefur verið vitað um í Mannkynssögunni. Læknisfræði þróaðist í Mesópótaímu og elstu heimildir eru á steintöflum (e. clay tablets) 1000-3000 árum fyrir Krist- burð. Húðsjúkdómar voru vel þekktir og kallaðir asu og voru lækningar á þeim stundaðar af prestum og spámönnum. Ekkert er þó að finna með vissu um psoriasis í þessum heimildum.

Í Egyptalandi til forna voru samkvæmt Herodetusi læknar fyrir hvert líffæri að heilanum undanskildum þar sem talið var að hann hefði ekkert hlutverk. Í heimildum frá þessum tíma 1500 árum fyrir Krist (Ebers papyrus) er ótal húðsjúkdómum lýst og hugtakið húðflögnun kemur oft fyrir en ekki er hægt að greina þar einstaka sjúkdóma. Grikkir til forna notuðu orðið lepra um flagnandi húðkvilla. Þeir notuðu psora til að lýsa húðkvillum með kláðaeinkennum.

Heimildir um læknisfræði eru af skornum skammti í ritum gyðinga til forna helst er að þær sé að finna
í Gamla Testamentinu. Í Leviticus er að finna stutta lýsingu á húðsjúkdómi sem kallast zaraath og sumir fræði- menn telja að geti verið psoriasis þó holdsveiki (e. leprosy), vitiligo eða sveppasýkingar komi einnig til greina. Margar tilvitnanir í Biblíunni um leprosy eru líklega um psoria- sis. Í Konungsbók er leprosy lýsing Naaman á húðkvilla þar sem húðin er hvít sem snjór. Líklega er þarna verið að lýsa silfurlituðu hreistri psoriasis skellna.

Í indversku trúarriti Charaka Samita (100 F.K. til 100 E.K.) sem er hluti af Ayurvedic fræði er lýsing á sjúkdómi sem gæti verið psoriasis.

Ímyndið ykkur að húðsjúkdómur skuli talinn svo skelfilegur að þeir sem eru haldnir honum þurfi að bera bjöllu um hálsinn svo allir geti vitað um ferðir þeirra. Þeir sem voru haldnir psoriasis þurftu einnig að matast á aðskildum borðum frá öðrum og klæðast sérstökum fötum til að hylja þykkar húðskellurnar. Bölvun var einnig talin fylgja þessu fólki og í verstu tilfellum voru psoriasis sjúklingar útilokaðir frá samfélaginu og jafnvel brenndir á báli. Þetta var á hinum myrku miðöldum.

Saga húðsjúkdómsins sem við í dag þekkjum sem psoriasis er samofin sögu annarra sjúkdóma svo sem holdsveiki en sjúkdómarnir bera mörg sameiginleg einkenni. Það var þó ekki fyrr en á 19. öld sem psoriasis var aðgreindur frá leprosy.

Hippocrates, faðir vestrænnar læknisfræði lýsti hópi sjúkdóma sem einkennast af hreistrandi húð- breytingum sem hann kallaði lopoi sem er grískt heiti á yfirhúðinni (e. epidermis) líklega eru bæði psoriasis og leprosy í þessum hóp.

Flestir eru sammála um að það hafi verið Aurelius Celsus (25 F.K. – 45 E.K.) sem fyrstur lýsti psoriasis í riti sínu „De re medica“. Þar talar hann um húðsjúkdóm með mismunandi löguðum blettum og hreistri sem fellur af húðinni.

Heitið psoriasis er komið úr grísku en psora þýðir kláði og var fyrst notað af Galen frá Pergamon (133-200 F.K.). Galen var læknir í Rómaveldi og skrifaði mörg rit meðal annars um líffærafræði, lífeðlisfræði, og lyfjafræði.

Lengi vel voru húðsjúkdómar með- höndlaðir af skurðlæknum. Daniel Turner (1667-1741) var skurðlæknir sem lagði stund á rannsóknir á húð- sjúkdómum. Hann gaf út bók 1712 „De morbis cutaneis. A treatise of diseases incident to the skin”. Í henni er frekar óskýr lýsing á psoriasis sem hann kallar „Leprosy of the Greek” til aðskilnaðar frá holdsveiki sem hann kallar „Leprosy of the Arabian”. Hann gerði sér einna fyrstur grein fyrir að krem eða önnur staðbundin meðferð við húðsjúkdómum geti haft áhrif á innri líffæri.

Charles Anne Lorry (1726-1783) sem síðar varð læknir Loðvíks 16 og talinn fyrsti franski húðsjúkdóma- læknirinn, gaf 1777 út bókin „De morbis cvtaneis”. Þessi bók var yfir 700 síður, þar er í fyrsta sinn gerð tilraun til að flokka húðsjúkdóma eftir orsökum og tengslum þeirra við innri líffæri og taugakerfið.

Robert Willan (1757-1812) var sá sem skilgreindi psoriasis sem sér- stakan sjúkdóm hann notaði hins vegar nafnið lepra (Willan’s lepra). Lýsingar hans eru á psoriasis en ekki holdsveiki. Hann lýsti mismunandi formum af psoriasis þ.e. guttae, diffuse, palmaria, unguium, og inveterata. Hann gerði sér grein fyrir að psoriasis byrjar oft á olnbogum og hnjám og dreifir sér í hársvörð og í neglur á tám og fingrum.

Ferdinand Hebra (1816-1880) var austurískur Húðsjúkdómalæknir sem 1841 greindi endanlega psoriasis frá holdsveiki og gerði endurbætur á flokkunarkerfi Willans. Hebra festi nafnið psoriasis í sessi.

Árið 1818 gerði Jean Louis Alibert (1768-1837) sér grein fyrir tengslum liðskemmda og psoriasis sem Pierre Bazin (1807-1878) nefndi arthritis psoriatica 1860. Lýsingar á afbrigðum af psoriasis fylgdu í kjölfarið pustuler generalisata (Zumbusch 1910) og síðar palmo-plantar (Barber-Königs- beck). Sumir höfundar lýstu síðar einkennum psoriasis sem hjálpuðu við greiningu. Meðal þessara höf- unda var Heinrich Köbner (1838- 1904) prófessor í húðlækningum frá Breslau í Póllandi en við hann er Köbners phenomena (psoriasis í ör eða sár) kennt. Hann lýsti fyrstur þessu sérstaka fyrirbæri þar sem psoriasis útbrot koma á húð þar sem hún hefur orðið fyrir áverka. Síðar hefur þetta einkenni verið notað til að rannsaka psoriasis á frumstigi.

Heinrich Auspitz (1835-1886) nemandi Hebra lýsti punktblæð- ingum þegar hreistrið er tekið af psoriasis blettum. Þetta fyrirbæri
er kallað Auspitz sign þó svo D. Turner, R. Willan og F. Hebra hafi allir veitt þessu athygli áður. Auspitz rannsakaði psoriasis í smásjánni og sum heiti sem notuð eru enn í dag svo sem parakeratosis (sem lýsir frumukjörnun í hornlaginu sem ekki eiga að vera þar) og acantosis (þykknun yfirhúðarinnar) eru frá honum komin. Í lok 19. aldar er smásjármynd (vefjameinafræði) psoriasis lýst í smáatriðum, að því verki komu auk A. Hebra, Unna og William Munro. Munro lýsti 1898 litlum graftarkýlum (e. microa- bcessum) í yfirhúðinni með hvítum blóðkornum (e. neutrophil). Þessi kýli eru einu breytingarnar í psoriasis smásjármyndinni sem eru sérkennandi fyrir psoriasis.Það var svo á seinni hluta 20. aldar sem sýnt var fram á að yfirhúðin
í psoriasis inniheldur 25 falt meiri frumuskiptingar en eðlileg húð. Rannsóknir Weinstein 1968 sýndu að endurnýjunartími yfirhúðarfrumna í psoriasis er styttur úr 27 dögum eðlilegrar húðar í 4 daga psoriasis húðar.
Á 20. ölld gera menn sér svo grein fyrir því að psoriasis sé erfðasjúkdóm- ur og að umhverfisþættir svo sem sýkingar og streita geti haft áhrift á sjúkdóminn og stundum jafnvel komið honum af stað.

Undanfarna áratugi hafa rannsóknir á tengslum psoriasis og ónæmiskerfisins verið áberandi. Þar hefur komið fram að ræsing ákveðinna ónæmisfrumna svo kallaðar T-frumur getið verið undanfari sjúkdómsins. Þó mikill fjöldi meðferða sé til staðar er erfitt að meðhöndla psoriasis vegna langvinns eðlis sjúkdómsins. Engin lækning við psoriasis er til staðar í dag en fjöldi meðferða hafa verið þróaðar sem halda einkennum sjúkdómsins í skefjum. Stöðug þróun er í lyfjum og öðrum meðferðaformum við psoriasis. Mikill árangur hefur náðst síðan um síðustu aldamót með tilkomu líftæknilyfja (e. biologics).

Heimildir

Menter, Alan; Stoff, Benjamin (2011). Psoriasis. Manson Publishing.

Löser, Christoph; Plewig, Gerd; Burgdorf, Walter (2013). Springer Vorlag.

Pantheon of Dermatology: Outstanding Historical Figures.

Read more

Tímarit Spoex 2017

Loksins er komið að útgáfu tímarits Spoex. Það er gefið út árlega samhliða alþjóðadegi psoriasis sem haldinn verður hátíðlega á morgun 31. október, sjá dagskrá hér að neðan. Blaðið verður sent með póstinum síðar í dag til skráðra félagsmanna.

Ritstjóri blaðsins þetta árið er Áslaug Baldursdóttir en hún sá jafnframt um uppsetningu blaðsins líkt og í fyrra. Spoex kann henni bestu þakkir fyrir vel unnin störf og afar fallegt blað.
Líkt og síðast var lögð áhersla á mikla breidd í efnisvali þar sem fjallað er um psoriasis í húð og liðum og exem.
Við viljum endilega heyra hvað ykkur finnst um blaðið og ef þið hafið hugmyndir að efnistökum fyrir næsta blað eða aðrar ábendingar endilega sendið okkur línu á skrifstofa@spoex.is

Félagsmenn fá blaðið sent í pósti þar sem farið er eftir skráðu heimilisfangi samkvæmt þjóðskrá. Hafi það einhverra hluta vegna ekki borist er hægt að nálgast eintak hjá okkur á göngudeild Spoex í Bolholti 6, 105 Reykjavík eða hafa samband í 588-9620.

Read more

Vegna atriðis í áramótaskaupi RÚV

Stjórn Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og vill af gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri:

Venja er í áramótaskaupi allra landsmanna að gera gys að nafntoguðum einstaklingum af margskonar ástæðum. Þetta eru einstaklingar sem hafa verið áberandi í þjóðfélagslífinu og eiga eitt sameiginlegt. Gert er gys að verkum þeirra.

Mörgum kann að þykja fyndið að hlæja að þeim sem eru með líkamlega ágalla, líkt og exem, en eitt skal áréttað.

Þeir sem þjást af sjúkdómum finnst ekki gaman að vera með þá og upplifa mikla fordóma og skilningsleysi annarra sem hafa ekki sjúkdóminn. Það að vera með psoriasis og exem er erfitt og margir hverjir finna fyrir kvíða eða þunglyndi í kjölfar slíkra einkenna.

Stjórn Spoex harmar þá málsmeðferð sem exemsjúklingar fengu í áramótaskaupinu og telur það ekki vera í anda þess samfélags sem síðustu samfélagslegu byltingar hafa boðað, þar sem hver og einn er hvattur til að vera stoltur, óháð líkamsgerð. Samfélag án allra fordóma er eitthvað sem við öll stefnum að.

Read more

Aðalfundur Spoex

Vilt þú hafa áhrif á félagsstarf Spoex?

Aðalfundur Spoex verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 17.apríl, í Víkingasal 6 á Hótel Natura, Nauthólsvegi, 101 Reykjavík.
Hefðbundin dagskrá samkvæmt lögum Spoex. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundarhöld hefjast kl. 17:00

Óskað er eftir framboðum í stjórn og sæti formanns Spoex

Við hvetjum alla til að mæta og hafa áhrif!

Read more

Úrslit aðalfundar 2018

Aðalfundur Spoex var haldinn í gærkvöldi og kosið var um nýjan formann auk 3 aðalmanna og tveggja varamanna.

Ingibjörg Eyþórsdóttir sem var áður varamaður í stjórn var kosin formaður Spoex til næstu tveggja ára.Hún er hjúkrunarfræðingur MS og hefur komið að ýmissi frumkvöðlastarfsemi innan heilbrigðisgeirans eins og við uppbyggingu Klíníkurinnar í Ármúla og Köru connect.

Ingvar Ágúst Ingvarsson fráfarandi formaður hætti í stjórn Spoex en situr áfram sem aðalmaður í stjórn alþjóðlegu psoriasissamtanna IFPA fram til júní 2019. Ingvar hefur sinnt starfi formanns síðustu 4 árin og var þar áður aðalmaður í stjórn Spoex til margra ára. Hann hefur sinnt mikilvægu starfi einkum sem tengiliður okkar við erlend psoriasis félög.

Erna Arngrímsdóttir ein af stofnmeðlimum Spoex hætti í gær í stjórn Spoex eftir fjölmörg ár. Hún hefur ljáð félaginu krafta sína á sviðum rannsókna og með skrifum sínum bæði í fjölmiðlum og tímaritum Spoex í gegnum árin.

Ingvari og Ernu voru færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu félags Spoex og eiga þau alltaf heimangegnt til okkar aftur.

Ragnheiður Eyjólfsdóttir formaður UngSpoex var áður varamaður og fór upp í stöðu aðalmanns.

Gautur Sturluson og Sveinn Óskar Hafliðason voru endurkjörnir aðalmenn í stjórn.

Tveir nýjir kandídatar komu inn í stjórnina í stöður varamanna.
Sólveig Margrét Þórsdóttir og Þórdís Guðný Magnúsdóttir.

Meðfylgjandi mynd er af nýrri stjórn Spoex en á myndina vantar Gaut Sturluson sem var fjarverandi.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og óskum nýrri stjórn til hamingju. Gangi ykkur vel!

Nýrri stjórn Spoex en á myndina vantar Gaut Sturluson sem var fjarverandi.

Erna Arngrímsdóttir hætti í stjórn eftir ötult starf í áratugi

Ingvar Ágúst Ingvarsson hætti sem formaður Spoex eftir 4 farsæl ár og fleiri sem aðalmaður í stjórn

Ingibjörg Eyþórsdóttir er nýr formaður Spoex

Sólveig Margrét Þórsdóttir er nýr varamaður í stjórn

Fráfarandi stjórn Spoex

Þórdís Guðný Magnúsdóttir er nýr varamaður í stjórn

 

Read more

Sumaropnun Spoex

Sumaropnun Spoex hefst 11.júní til og með 31.ágúst 2017.
Opið mán, mið og fimmt. kl: 9:30-16:30

Jafnframt verður göngudeildin verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 17.júlí til og með þriðjudeginum 1.ágúst.

Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu sem þetta kann að valda.

Read more

Nýtt kynningarmyndband um Spoex

Í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands hefur Spoex látið útbúa kynninarmyndband um félagið.
Myndbandið sem fylgir hér með var tekið upp í Bláa lóninu síðasta sumar. Í því koma fram Anja Ísabella skrifstofustjóri Spoex sem er með psoriasis, Anna Valdís í UngSpoex sem er með exem og Ragnheiður Eyjólfsdóttir sem er með psoriasis gigt.
Þær endurspegla okkar fjölmörgu skjólstæðinga og félagsmenn sem eru með psoriasis í húð og liðum eða exem.

 

 

Read more

Námskeið um samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Öryrkjabandalag Íslands býður félagsmönnum allra aðilda félaga að taka þátt í námskeiði um réttindi fatlaðs fólks.
Félagar Spoex eru meðlimir í ÖBÍ og geta því skráð sig á námskeiðið hér, sér að kostnaðarlausu.
http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/confirmation/663

Námskeiðin verða haldin þriðjudaginn 30. maí og miðvikudaginn 31. maí næstkomandi og fyrirlesari er Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ÖBÍ – Sigtúni 42 í Reykjavík – kl. 13-17 báða dagana.

Um námskeiðið:

Markmið námskeiðsins er að kynna Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir þátttakendum; uppbyggingu hans, áherslur og helstu nýjungar sem í honum felast. Einnig verður fjallað um upphafið að þessum nýjasta mannréttinda­sáttmála SÞ, söguna að baki þess að hann varð til og hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar sáttmálanum. Áhersla er á nokkrar lykilgreinar samningsins meðal annars þær sem fjalla um aðkomu samtaka fatlaðs fólks að innleiðingu og eftirliti.

Dagskrá:

 Þriðjudagur

  • Kynning á námskeiðinu
  • Forsaga og tilurð sáttmálans
  • Uppbygging, hugmyndafræði og helstu einkenni sáttmálans
  • Umfjöllun um lykilgreinar (m.a. 19. grein)

Miðvikudagur

  • Umfjöllun um lykilgreinar um réttindi (m.a. 12. grein)
  • Innleiðing, framkvæmd og eftirlit innanlands (m.a. greinar 4.3 og 33) og á alþjóðavettvangi – og hlutverk samtaka fatlaðs fólks.
  • Stutt kynning á sumarskólanum í Galway

 

Read more