Blog

Afsláttarkjör -afhverju að borga meira ef þú þarft þess ekki?

Félagsskírteini Spoex

Félagsmenn Spoex fá félagsskírteini sem veita afslátt af ýmiskonar vörum og þjónustu.

Við notkun afsláttar ber félagsmönnum að sýna félagsskírteini Spoex. Félagsmenn sem hafa glatað skírteini sínu geta pantað nýtt skírteini með því að senda póst á netfangið skrifstofa@spoex.is.

Ertu ekki félagsmaður og vilt ganga í félagið? Ýttu þá

<<hér>>

Afsláttur félagsmanna Spoex 2019

Líkamsrækt  

Bjarg, líkamsræktarstöð, Bugðusíðu 1 603 Akureyri, www.bjarg.is
25% af öllum kortum, afsláttur gildir ekki af námskeiðum

Crossfit Austur, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir,  www.crossfitaustur.com
Fyrsti mánuður frír í áskrift. Fjölbreyttir tímar sem henta öllum.
Frír íþróttaskóli fyrir börn meðlima 1x í viku og barnapössun möguleg.
20% afsláttur í netverslun Austurstore af fatnaði, aukahlutum, stuðningsvörum og húðvörum. Afslátttur gildir aðeins í netverslun www.austurstore.is með kóðanum “spoex19”.

Crossfit Selfoss, Eyravegur 33, 800 Selfoss, www.crossfitselfoss.is
15% af öllum staðgreiddum kortum

Gáski Bolholt 8 | 105 Reykjavík, Þönglabakka 1, Mjódd | 109 Reykjavík www.gaski.is
12 vikna kort 13.600 (20% afsláttur) / Árskort á 29.000

Heilsuborg Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík, www.heilsuborg.is
13% afsláttur af líkamsrækt

Hress, líkamsræktarstöð Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði,  www.hress.is
Árskort á 65.990kr

Hressó, líkamsræktarstöð, Strandarvegi 65 900 Vestmannaeyjum
10% af allri líkamsrækt

Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum,
 Tjarnarbraut, 700 Egilsstaðir
20% afsláttur af kortum í þrek og sund

Íþróttamiðstöðin og sundlaugin á Vík, Mánabraut 3, 870
Félagsmenn fá bæði frítt í sund og í tækjasalinn

Stúdíó Dan, Hafnarstræti 20,  400 Ísafirði
www.facebook.com/studiodan1/
20% afsláttur af kortum, gildir ekki fyrir samninga eða tímakort.

Meðferðir og meðferðarvörur

101 Spa, Reykjavík, Laugavegur 71, 101 Reykjavík, www.101spa.is
30% afsláttur af meðferðum mán-mið og 10% afsláttur fim-lau

Bláa lónið, allar verslanir, Laugavegi 15, Leifsstöð og í Bláa lóninu Svartsengi
40% afsláttur af öllum meðferðarvörum:
SILICA SOFTENING BATH AND BODY OIL, MINERAL MOISTERIZING CREAM, MINERAL INTENSIVE CREAM, SILICA PURIFYING SHAMPOO, SCALP TREATMENT, MINERAL BATH SALT, HOME TREATMENT, SOFT TREATMENT.
Allar vörur

Geo Silica, www.geosilica.is
2 FYRIR 1 af öllum vörum í vefverslun. Skrifið SPOEX í athugasemd þegar flaska er keypt og önnur fylgir í kaupbæti.

Lyfja, apótek um land allt
12% afsláttur af nokkrum vöruflokkum. Húðvörum, gerviskinni og hönskum.
Vegna laga um persónuvernd þarf að veita Spoex formlegt leyfi til að senda Lyfju kt. Viðkomandi til að virkja afsláttinn. Nýir meðlimir geta skráð samþykki við skráningu í félag Spoex.

Sálfræðimeðferð, Anna Dóra Steinþórsdóttir bókun í síma 866-4046.
Lífsteinn, Álftamýri 1, 105 Reykjavík.
Félagsmönnum Spoex býðst tíminn á 13.000 í stað 15.000. Þeir þurfa að taka fram við bókun að þeir séu meðlimir Spoex.

Þínir fætur fótaaðgerðarstofa Hafnarstræti 97, 600 Akureyri
500kr. afsláttur af almennu verði

Að auki veitir Olís afslátt á bensínstöðvum sínum.


Í hvert skipti sem viðskiptavinur framvísir félagsskírteini við kaup á bensíni hjá Olís styrkir hann Spoex, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga og sparar pening sjálfur!
Olís framleiðir félagsskírteinin fyrir Spoex og eru kortin því bæði merkt félaginu efst í hægra horni og Olís.

OLÍS bensínstöðvar um land allt

10% afsláttur af vörum (öðru en tóbaki, lottói o.fl)
4 kr. afsláttur af bensíni við sjálsafgreiðslu
6 kr. afsláttur af bensíni í þjónustu

 

 

Read more

Global psoriasis Atlas

Global psoriasis Atlas er gagnagrunnur sem byggir á vísindalegum athugunum og faraldsfræðilegum rannsóknum sem tengjast psoriasis og fylgisjúkdómum hans. Hann byggir á sjúkráskráningum víðsvegar um heim.

GPA er samvinnuverkefni á milli alþjóðlegra samtaka innan húðgeirans á heimsvísu og var stofnað í framhaldi af útgáfu skýrslu Alþjóða Heilbrigsstofnunar árið 2014 þar sem psoriasis var viðurkenndur sem alvarlegur og ósmitnæmur sjúkdómur. 
GPA er fjármagnað með styrkjum frá stofnunum og fyrirtækjum innan húðgeirans.
Markmið GPA
Markmið GPA er að skrásetja og miðla þeirri þekkingu sem fyrirfinnst um psoriasis og vera miðlægur þekkingargrunnur þeirra skráninga og rannsókna sem til eru um sjúkdóminn.  Ennfremur að greina útbreiðslu sjúkdómsins með samantekt úr sjúkraskráningakerfum víðs vegar um heiminn.
Verkefni sem miða að því að rannsaka þætti þar sem vöntun er á rannsóknum og þekkingu tengd psoriasis styrkt með fjárhagsstuðningi. Með stuðningi við alþjóðlegt samstarf samnýtist þekking og gildi hennar eykst.
Global psoriasis Atlas eða GPA er langtíma verkefni þar sem stöðugt er leitast við að finna leiðir til að bæta líðan psoriasissjúklinga og auka skilning á sjúkdómnum. Markmiðið er að skoða hvaða áhrif hann hefur bæði á líf einstaklinga og samfélgið í heild sinni.

meeting

Verkefnið er samvinna á milli alþjóðlegra samtaka í húðgeiranum á heimsvísu. Samvinnan samanstendur af eftirfarandi:
 • International Federation of Psoriasis Associations (IFPA)
 • International League of Dermatological Societies (ILDS)
 • International Psoriasis Council (IPC)
 
Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa möguleikann á því að auka skilning okkar á psoriasis sjúkdómnum og fylgisjúkdómnum sem honum geta fylgt ásamt andlegum og félagslegum afleiðingum hans.

Það hefur vantað samræmda aðferðafræði í fyrri faraldfræðilegar rannsóknir sem hafa verið gerðar með þeim afleiðingum að samanburður, t.a.m. landfræðilegur samanburður hefur takmarkað gildi.

 

 

 

Read more

Alþjóðadagur psoriasis 2019

Spoex, Samtök Psoriasis- og Exemsjúklinga boða til fyrirlestra og vörukynninga á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík þriðjudaginn 29. október 2019.

Húsið opnar klukkan 17:00 og fyrirlestrar hefjast 17:30.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kaffi og léttar veitingar.

Dagskrá:

 • Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður SPOEX og varaforseti IFPA
  Fyrirlestur um Alþjóðasamtök psoriasis sjúklinga og kynning á Global Psoriasis Atlas verkefninu.

 • Laufey Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Ingvar Hákon Ólafsson, tauga-og heilaskurðlæknir
  Áhrif hugleiðslu og hreyfingar á heilastarfsemina og heilsuna.

 • Sebastiano Forgia og Ingeborg Beunders
  -Þau koma frá Boehringer Ingelheim og mun Ingeborg kynna hvernig þau vinna með sjúklingasamtökum og heita kynning hennar “Hlustað á rödd sjúklinga – Alþjóðadagur psoriasis 2019 (e. Listening to the patient’s voice – World Psoriasis Day 2019) og fyrirlestur Sebastiano heitir “Boehringer Ingelheim: committed to dermatology patients”. Þeirra kynningar verða fluttar á ensku

 

Read more

Hvað get ég sjálf/ur gert til að hafa áhrif á sjúkdóminn minn

 • Haltu þér í góðu formi líkamlega
 • Haltu þér í góðu formi andlega
 • Fáðu nægan góðan svefn
 • Stundaðu reglulega hreyfingu
 • Borðaðu holt og fjölbreytt fæði
 • Berðu reglulega á þig rakakrem
 • Hugsaðu vel um húðina
 • Sinntu þeirri meðferð sem þú ert í
 • Fara reglulega til læknis
 • Forðastu streituvalda
 • Forðastu að reykja
 • Passaðu að sólbrenna ekki
 • Neyttu áfengis í hófi
Read more

Exem

-einkenni og meðferðarúrræði

Exem er húðsjúkdómur í ystum lögum húðarinnar.

Heilbrigð húð viðheldur raka og ver húð fyrir bakteríum en húð exemsjúklinga er þurrari en vanalega, hún er „gljúpari“ sem veldur því að rakatap verður meira og að sama skapi eiga utanaðkomandi efni greiðari leið inn í húðina.

Algengustu einkennin eru:

 • þurr húð
 • mikill kláði -sérstaklega að næturlagi
 • rauðir eða brúngráir flekkir sem geta birts m.a. á höndum, fótum, ökklum, augnlokum, bringu, hálsi, hnéspótum og olnbogabótum.
 • vökvafylltar blöðrur og sprungur í húð.

Hvað er til ráða?

Meðferðir við exemi miða að því að draga úr einkennum og vanlíðan.

Það eru ýmsir ættir sem hægt er að tileinka sér sem draga úr þurrki eins og að fara í snöggar sturtur, nota mildar sápur og þurrka sér varlega.

Einnig er mikilvægt að bera rakakrem á húð amk 2x á dag, að forðast þætti/aðstæður sem hafa slæm áhrif á húðina eins og streitu, svita og sápur. Klórböð og kalíumböð geta gert einstaklingum með exem gott.

Meðferðir sem læknar ávísa eru t.d:

 • sýklameðferðir í töflu eða kremformi
 • sterakrem
 • ljósameðferðir
 • blautvafningar sem framkvæmdir eru á sjúkrahúsi.
 • Að auki ávísa læknar sálrænum meðferðum.
Read more

„Fylgisjúkdómar“ -aðrir sjúkdómar sem þarf að vera vakandi fyrir…

Fólk með psoriasis í húð og liðum er í aukinni hættu á að þróa með sér langvinna fylgisjúkdóma. Orðið fylgisjúkdómur þýðir í raun sjúkdómur sem kemur í kjölfar annars sjúkdóms. Áætlað er til að mynda að 30% þeirra sem fá psoriasis í húð fái psoriasis liðagigt. Ennfremur er fólk með sjúkdóminn í aukinni hættu að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma, fá svæðisgarnabólgu, þjást af offitu, fá sumar tegundir af krabbameini og kljást við andleg veikindi.

Beinþynning

Beinþynning einkennist af því að beinþéttni eða beinmagn minnkar. Sumir sjúkdómar hafa áhrif á kalkbúskapinn og geta valdið beinþynningu. Þeirra á meðal eru liðagigt og langvinnir meltingar- eða lifrarsjúkdómar. Lyf geta einnig haft áhrif á beinþéttni og sykursterar eins og prednisolon sem notað er við asthma og bólgusjúkdómum er eitt þeirra lyfa sem er talið geta valdið beinþynningu. Rannsókn frá árinu 2014 staðfesti mikil tengsl á milli sjúkdómanna psoriasis og beinþynningar. Hátt hlutfall þeirra sem voru með psoriasis reyndust vera með beinþynningu.


Crohns sjúkdómur

Þeir sem eru með psoriasis eru í aukinni hættu á að fá bólgusjúkdóma í þörmum. Þar á meðal er svokallaður crohns sjúkdómur sem hefur verið nefndur á íslensku svæðisgarnabólga. Chrohns er langvinnur ólæknandi bólgusjúdómur sem herjar yfirleitt á ristilinn eða neðri hluta smáþarma. Sjúklingurinn fær slæm tímabil sem einkennast af hita, kviðverkjum, niðurgangi og sjúkdómurinn getur haft þau áhrif að sjúklingurinn megrast. Þess á milli hefur sjúklingurinn lítil eða engin einkenni af sjúkdómnum. Svæðisgarnabólga veldur bólgubreytingum þar sem hann er í þörmum og veldur sárum sem geta stundum leitt til mikilla blæðinga. Þegar þau gróa myndast ör sem geta leitt til þrenginga í þörmum.


Hjarta -og æðasjúkdómar


Fólk með psoriasis er í aukinni hættu á að fá hjarta -og æðasjúkdóma. Samkvæmt einni rannsókn eru þeir sem eru með alvarleg einkenni af psoriasis 58% líklegri til að fá hjartasjúkdóma en 43% líklegri til að fá heilablóðfall.


Krabbamein

Nokkrar rannsóknir hafa leitt í ljós  að því að fólk með psoriasis og psoriasis gigt er í aukinni hættu á fá ákveðnar tegundir krabbameins, svo sem eitlaæxli og húðkrabbamein. Niðurstöður yfirgripsmikillar rannsóknar sem gerð var í Taiwan um áhættuþátt þess að psoriasissjúklingar fái krabbamein leiddi í ljós á þrátt fyrir að psoriasis sjúklingar séu í meiri hættu á að fá krabbamein er talið að UVB ljósameðferð auki ekki hættuna, heldur þvert á móti minnki líkurnar á að psoriasis sjúklingar fái krabbamein. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að engin ein meðferð eykur hættuna á krabbameini, sem bendir til þess að sjúkdómurinn sjálfur veki áhættuna.

Lifrarsjúkdómar

Fólk með psoriasis í húð og liðum er í aukinni hættu á að þróa með sér fitulifrarkvilla án áfengis sem kallast NAFLD (nonalcoholic fatty liver disease). Í einni rannsókn frá árinu 2009 kom í ljós að einstaklingar með NAFLD voru yfirleitt með hátt PASI gildi* óháð því hvað þau voru búin að vera lengi með psoriasis, aldri, kyni, líkamsbyggð og áfengisneyslu.
*PASI gildi stendur fyrir Psoriasis Area and Severity Index og felur í sér aðferð sem notuð er til að meta útbreiðslu, roða og þykkt psoriasis útbrota.


Lithimnubólga

Lithimnubólga er bólga í miðjulögum augans sem samanstendur af lithimnu (iris), æðahimnu (choroid) og brárkleggja (cilliary body) sem framleiðir augnvökvann. Psoriasissjúklingar eru í aukinni hættu á að fá lithimnubólgu samkvæmt nýlegum rannsóknum. Yfirleitt þarf sérstaka meðferð við einkennum lithimnubólgu.

Offita

Mikil tengsl eru á milli psoriasis og offitu. Fólk með alvarleg einkenni af  psoriasis gigt er í enn meiri áhættuhópi, en samkvæmt nýlegri rannsókn greindust 44% psoriasissjúklinga, með offitu.
Notaður er líkamsþyndarstuðull (BMI) við skilgreiningu á offitu þar sem formúlan (þyngd/hæð2) er notuð til að meta hvort viðkomandi sé of þungur. Rannsóknir sýna að það að léttast getur minnkað einkenni psoriasis.

Sykursýki

Psoriasissjúklingar eru í aukinni hættu á að fá týpu 2 af sykursýki samkvæmt rannsókn frá árinu 2012. Týpa 2 af sykursýki er að mestu áunnið heilsufarsvandamál og orsakast af því að þegar framleiðsla insúlíns í líkamanum er ekki nægilega mikil. Einkenni sykursýkis eru þorsti, þreyta, tíð þvaglát, lystarleysi og þyngdartap, sýkingar í húð og slímhúð og kláði umhverfis kynfæri.

Þunglyndi og kvíði

Psoriasis í húð og liðum getur valdið fólki mikilli andlegri vanlíðan og getur einnig haft áhrif á sjálfstraust. Rannsókn sem birt var í Journal of Rheumatology í maí 2014 sýnir fram á að fólk með psoriasis gigt er í meiri hættu á að verða fyrir þunglyndi og kvíða en þeir sem eru einungis með psoriasis í húð. Þar kom fram að 36,6% þátttakenda með psoriasis gigt, þjáðust af kvíða á meðan 22,2 þjáðust af þunglyndi. Rannsóknir sýna einnig að meðhöndlun psoriasis getur létt einkenni þunglyndis.

Greinin birtist í Tímariti Spoex árið 2016

Read more

Psoriasis í húð

Birtingarmynd psoriasis í húð er mismunandi eftir sjúklingum. Blettirnir eiga það þó sameiginlegt að vera rauðir og/eða hreistraðir.
Stærð þeirra getur verið allt frá litlum í stærri bletti og staðsetning þeirra getur verið um allan líkamann.

Eðli málsins samkvæmt eru blettirnir erfiðari viðureignar þegar þeir lenda á viðkvæmum stöðum eða svæðum sem verða fyrir miklu álagi t.d vegna hreyfingar.

Sjúkdómurinn getur verið mjög sársaukafullur og hamlandi en einnig er hægt að vera með minniháttar útbrot sem trufla ekki mikið.
Allt er þetta mismunandi frá sjúklingi til sjúklings eftir gerð psoriasis og staðsetningu.


Algengast er að fá einkenni í hársverði, efri líkama, á hnjám eða olnbogum en einnig á höndum, fótum, nöglum inn í eyru og í húðfellingar, þar á meðal kynfærasvæðið.

Eftirfarandi eru algeng einkenni psoriasis, hægt er að vera með nokkur eða öll einkennin.


Algengustu einkenni psoriasis í húð eru:

 • Blæðandi húðsprungur
 • Silfraðar húðflögur
 • Litlir rauðir flekkir
 • Rauð þykkildi eða húðbólga
 • Sviði, kláði eða eymsli
 • Sprungur eða litlar dældir í nöglum
Read more

Október -fræðslumánuðurinn mikli

Ár hvert halda Spoex október hátíðlegan með áherslu á fræðslu tengdum sjúkdómunum psoriasis og exem.

Þetta er í takt við alþjóðlegar hefðir en ár hvert er október tileinkaður hinum svokallaða „eczema awareness month“ sem má þýða sem mánuðinn sem tileinkaður er meðvitund og fræðslu um sjúkdóminn exem og mánuðrinn er líka tileinkaður sjúkdómnum psoriasis og alþjóðlegu samtökin IFPA sem Ísland er aðili að halda ár hvert 29. október uppá alþjóðadag psoriasis.

Það þýðir að á sama degi, 29. október, leggja psoriasis samtök um allan heim aukna áherslu á fræðslu og umfjöllun í sínum löndum um bólgusjúkdóminn psoriasis sem bæði birtist í húð og liðum.

Við munum því í tilefni af þessu á komandi vikum leggja aukna áherslu á fræðslu, bæði á miðlum okkar og úti í samfélaginu og klárum mánuðinn líkt og venjulega með uppskeruhátíð og fræðsludegi -en meira um það síðar!
#letsgetconnected

Read more

Nýr starfsmaður á göngudeild Spoex

Nú á haustdögum hóf nýr sjúkraliði störf á göngudeild Spoex. Hún heitir Eygló Héðinsdóttir og mun ásamt Steinunni Oddsdóttur sjá um ljósameðferðir í Bolholti 6.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

Read more

Haustdagar og áhrif þeirra á húð og liði

Nú er haustið formlega komið og margir finna fyrir versnandi einkennum bæði í húð og gigt. Þetta er tíminn þar sem mikilvægt að verja húð og liði vel.

Góð ráð til að verja sig er að bera á sig góð andlitskrem, feit handa -og líkamskrem, jafnvel oft á dag.
Einnig er gott að muna eftir hönskum til að verja fingur og aðra smáliði sem eru viðkvæmir fyrir veðurbreytingum.
Inntaka á góðum olíum með omgega3 fitusýrum er mikilvæg, einkum á þessum árstíma.

Á Facebook er starfræktur hópurinn Umræðuhópur um psoriasis og exem -ætlaður fólki á öllum aldri! Þar er góður til að fá ábendingar um krem, sjampó, húðvörur og önnur góð ráð.

Einnig er hópurinn UngSpoex á Facebook þar sem ungt fólk upp að 35 ára aldri skiptist á ráðum varðandi psoriasis og exem.

Read more