Fyrirlestur Erlu Björnsdóttur “Betri Svefn – Grunnstoð Heilsu” fluttur á Alþjóðadegi Psoriasis 29. október 2020.
Haustdagar og áhrif þeirra á húð og liði
Nú er haustið formlega komið og margir finna fyrir versnandi einkennum bæði í húð og gigt. Þetta er tíminn þar sem mikilvægt að verja húð og liði vel.
Góð ráð til að verja sig er að bera á sig góð andlitskrem, feit handa -og líkamskrem, jafnvel oft á dag.
Einnig er gott að muna eftir hönskum til að verja fingur og aðra smáliði sem eru viðkvæmir fyrir veðurbreytingum.
Inntaka á góðum olíum með omgega3 fitusýrum er mikilvæg, einkum á þessum árstíma.
Á Facebook er starfræktur hópurinn Umræðuhópur um psoriasis og exem -ætlaður fólki á öllum aldri! Þar er góður til að fá ábendingar um krem, sjampó, húðvörur og önnur góð ráð.
Einnig er hópurinn UngSpoex á Facebook þar sem ungt fólk upp að 35 ára aldri skiptist á ráðum varðandi psoriasis og exem.
Frjókornaofnæmi og versnandi útbrot?
Með hækkandi sólu finna margir fyrir frjókornaofnæmi.
Mikil fylgni getur verið á milli ofnæmisviðbragða og húðeinkenna, einkum þeirra sem eru með exem.
Umhverfi og aðstæður hafa mikil áhrif og getur mengun til að mynda valdið versnun sjúkdómsins. Exemi lýsir sér í rauðum skellum, kláða og þurrki í húð.
Lægra vatnsinnihald er í húð þeirra sem eru með exem sem veldur þurrkinum sem síðan leiðir til kláðans.
Hvað er hægt að gera?
Allar læknismeðferðir eru ákveðnar í samráði við lækna, húð –eða ofnæmislækna. Mikilvægt er að skoða þætti eins og fæðuóþol og ofnæmi í því samhengi.
- Ráðlagt er að nota rakakrem daglega en gæta að því að þau innihaldi ekki ilmefni né karbamíð.
- Gott ráð er að huga vel að klæðnaði, þvo ný föt jafnvel nokkrum sinnum áður en þau eru tekin í notkun og gæta að því að þau séu ekki of þröng.
- Efnisval getur líka haft áhrif þar sem flestir þola t.d bómull en ull og önnur efni geta valdið ertingu í húð.
- Einnig má benda á að sól og sjóböð fara yfirleitt mjög vel í exem og margir lagast verulega með því að stunda þau skynsamlega. -Vert er þó að huga að góðum sólarvörnum, unnar sérstaklega fyrir fólk með viðkæma húð.
Húsráð og heilræði gegn exemi og psoriasis í húð og liðum
Ofangreind atriði eru eins og áður var nefnt, talin til húsráða og ekki verið læknisfræðilega sannað um virkni þeirra en þetta eru ráð sem hafa reynst mörgum vel.
Að lokum minnum við á lokaðan spjallhóp á facebook þar sem fók með sjúkdómana psoriasis og exem skiptist á heilræðum. Hópurinn heitir: Umræðuhópur um psoriasis og exem, ætlaður fólki á öllum aldri.
Sólin, besti vinur psoriasissjúklinga?
Margir vita að sólin er einn besti vinur psoriasis sjúklinga ef farið er skynsamlega að.
1) Sólarvörn! -sólarvörn er ekki bara sólarvörn og gæðin skipta raunverulega máli, einkum fyrir fólk með viðkvæma húð.
Gott er að velja t.d varnir frá viðurkenndum aðilum húðvernandi krema. Eins bjóða apótek oft upp á prufur og sniðugt er, einkum fyrir þá sem eru með exem eða ofnæmi að gera 24 tíma stykkprufu á handleggnum áður en tiltekin vörn er keypt.
2) Gott er að byrja rólega og venja húðina rólega við, t.d byrja á 10 mínútum í sólinni og vinna sig svo upp í meiri tíma en þaulseta í sólinni getur gert húðeinkenni verri en ella svo gott er að styðjast við heilbrigða skynsemi í tímaramma sólbaða.
3) Þeir sem stefna á suðrænni slóðir þurfa að muna að hylja vel viðkvæm íkamssvæði líkt og axlir og bringu sem eiga það að brenna auðveldlega eftir drjúgan tíma í sólinni.
4) Vatnsdrykkja og vökvainntaka er alltaf mikilvæg en einkum í sól og hita. Gott er að huga að steinefnum á móti en líkaminn skolar þau fyrr úr líkamanum við mikla vökvaneyslu.
Þá er ekki eftir öðru að bíða en að leyfa sólinni að skína á blettina og munið eftir sólgleraugunum!
Recent Comments