Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar var að setja í fullan gang uppfærslu á félagatalinu okkar sem hafði legið niðri frá í fyrra. Búið var að gera samning við Greiðslumiðlun um félagakerfi frá þeim sem heitir Redo. Stjórn félagsins tókst núna í byrjun ágúst að koma kerfinu í gagnið og fóru því út greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum okkar fyrir tvö síðustu ár.
 
Sökum reynsluleysis með nýtt kerfi fór þetta inní heimabanka fólks án skýringa. Upphaflega höfðum við gert ráð fyrir að senda þetta á tveim aðskildum seðlum og þá með einum valkvæðum fyrir árið í fyrra. Þetta hefði gefið fólki tækifæri á að greiða valkvæða seðilinn síðar.
 
Við viljum biðja afsökunar á að þetta fór svona. Til að koma til móts við þá sem eiga í vandræðum með að greiða þetta í einu lagi viljum við bjóða uppá þann valkost að millifæra fyrir öðru gjaldinu inná reikning félagsins í Íslandsbanka 0516-26-10039-kt-6801770239 og við munum þá fella niður greiðsluseðilinn og stofna nýjan valvæðan fyrir gjaldinu 2019.