Göngudeild SPOEX verður opin samkvæmt venju þrátt fyrir hertar aðgerðir vegna covid 19.

Við munum gæta fyllstu varúðar og fylgja öllum reglum um sprittun og annan þrifnað ásamt því að framfylgja tveggja metra reglunni. 

Þeir sem hafa verið á ferð þar sem veiran hefur greinst, verið í tengslum við smitaða eða hafið einkenni sem lýst hefur verið varðandi covid 19 eru beðnir að halda sig heima.