Í fullu samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið tekin sú ákvörðun að loka göngudeild Spoex á meðan veirusýkingin covid-19 stendur sem hæst. Það er ekki unt að halda starfseminni gangandi og tryggja fullt öryggi skjólstæðinga eins og mál standa nú.
Við munum að sjálfsögðu opna aftur um leið og unt er og tilkynnum bæði á hér á heimasíðu Spoex og facebooksíðu félagsins um framvindu mála.
Þangað til biðjum við ykkur að vera skynsöm því sjúklingahópur okkar er einstaklega viðkvæmur, einkum þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjum.
Tímabundin lokun göngudeildar Spoex
Tímabundin röskun á starfsemi göngudeildar vegna samkomubanns Almannavarna.
Með bestu kveðju,
stjórn og starfsfólk Spoex
Ertu á líftæknilyfjum og hefur áhyggjur af covid-19?
Á núverandi stundu kjósa flestir að halda meðferð sinni áfram en við mælum með því að allar breytingar á meðferð fari fram í fullu samráði við húðlækni. Það þarf að meta útfrá hverju einstaka tilfelli því stöðvun meðferðar getur ollið versnun húðeinkenna. Einnig getur reynst erfitt að sækja sér heilbrigðisþjónustu á næstkomandi mánuðum og því best að hafa fullt samráð við lækni áður en ákvörðun er tekin.
Viðbrögð við covit-19
Líkt og allsstaðar í þjóðfélaginu höfum við á göngudeild Spoex að Bolholti 6 í Reykjavík fylgst með fréttum síðustu daga og í nánum samskiptum við heilbrigðisyfirvöld brugðist við með aðgerðum til að sporna við frekari smitum.
Í fyrsta lagi höfum við aukið þrif með sótthreinsandi spritt en frekar en í starfs okkar vegna með viðkvæmum sjúklingahóp þrífum við oft á dag.
Við höfum hafið sölu á gleraugum til notkunar í ljósaskápnum á 1000kr stykkið. Þetta minnkar hættu á smiti á milli manna þar sem slímhúðin við augað er afar viðkvæm og þrátt fyrir að vera þrifið vel og sprittað á milli manna er enn meira öryggi í því að koma með eigin gleraugu.
Margir spyrja sig en hvað get ég gert?
1. Handþvottur, oft og reglulega (handlaugar eru í báðum ljósaklefum og á salerni göngudeildar)
2. Við biðjum fólk með kvef að koma ekki í ljósameðferð á meðan einkenni standa til að minnka líkur á smiti til viðkvæms sjúklingahóps
3. Nýta snertilausar greiðslur með greiðslukortum
Opnunartími Spoex er að öllu óbreyttu eins en fljótt skipast veður í lofti og við tilkynnum breytingar hér á heimasíðu, á facebooksíðu Spoex ef slíkt kemur uppá.
Rannsókn á líðan fólks með psoriasis á Íslandi
Dávur í Dali er færeyskur nemi við sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Dávur sem er fyrrum meðlimur ungliðahreyfingar Spoex, Ungspoex rannsakar nú í tvíþátta rannsókn sinni líðan fólks með psoriasis á Íslandi. Fyrri partur rannsóknarinnar felst í svörun á spurningalista sem er á meðfylgjandi vefslóð.
Það er félaginu mikill fengur að fólk vilji rannsaka sjúkdómana psoriasis og exem og áhrif þeirra. Við hvetjum sem flesta til að fara inn á meðfylgjandi vefslóð og styðja við bakið á fræðasamfélagið sem styrkir þekkingu ennfremur á sjúkdómnum psoriasis.
Slóðin á rannsóknina er:
Recent Comments