Það hafa verið gerðar margar rannsóknir um áhrif  exems og psoriasis á bæði meðgöngu og breyttra sjúkdómseinkenna eftir að meðgöngu líkur.

Margar konur lýsa miklum breytingum á líkama sínum annaðhvort á meðan meðgöngu stendur eða eftir barnsburð en staðreyndin er sú að hormón virðast hafa mikil áhrif á bólgusjúkdóma.

Hins vegar er ekkert algilt um hvort það sé til hins betra eða verra.

Á meðan sumar konur lýsa mikilli betrun á meðan meðgöngu stendur verða aðrar verri.

Hjá sumum er munur á hvar þær eru staddar í meðgöngunni.

Enn fremur virðast sumar verða svo til einkennalausar af sjúkdómum sínum eftir meðgöngu en aðrar mun verri en þær voru áður en þær urðu ófrískar.

Það er því í stuttu máli ekki hægt að alhæfa um neitt þegar kemur að áhrifum meðgöngu kvenna með psoriasis og exems á sjúkdóma þeirra né um líðan þeirra eftir að meðgöngu líkur því það er algjörlega einstaklingsbundið hvernig áhrif meðgangan hefur á hverja og eina konu.