Nýr starfsmaður á göngudeild Spoex

Nú á haustdögum hóf nýr sjúkraliði störf á göngudeild Spoex. Hún heitir Eygló Héðinsdóttir og mun ásamt Steinunni Oddsdóttur sjá um ljósameðferðir í Bolholti 6.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

Read more

Haustdagar og áhrif þeirra á húð og liði

Nú er haustið formlega komið og margir finna fyrir versnandi einkennum bæði í húð og gigt. Þetta er tíminn þar sem mikilvægt að verja húð og liði vel.

Góð ráð til að verja sig er að bera á sig góð andlitskrem, feit handa -og líkamskrem, jafnvel oft á dag.
Einnig er gott að muna eftir hönskum til að verja fingur og aðra smáliði sem eru viðkvæmir fyrir veðurbreytingum.
Inntaka á góðum olíum með omgega3 fitusýrum er mikilvæg, einkum á þessum árstíma.

Á Facebook er starfræktur hópurinn Umræðuhópur um psoriasis og exem -ætlaður fólki á öllum aldri! Þar er góður til að fá ábendingar um krem, sjampó, húðvörur og önnur góð ráð.

Einnig er hópurinn UngSpoex á Facebook þar sem ungt fólk upp að 35 ára aldri skiptist á ráðum varðandi psoriasis og exem.

Read more