Öryrkjabandalag Íslands býður félagsmönnum allra aðilda félaga að taka þátt í námskeiði um réttindi fatlaðs fólks.
Félagar Spoex eru meðlimir í ÖBÍ og geta því skráð sig á námskeiðið hér, sér að kostnaðarlausu.
http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/confirmation/663
Námskeiðin verða haldin þriðjudaginn 30. maí og miðvikudaginn 31. maí næstkomandi og fyrirlesari er Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ÖBÍ – Sigtúni 42 í Reykjavík – kl. 13-17 báða dagana.
Um námskeiðið:
Markmið námskeiðsins er að kynna Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir þátttakendum; uppbyggingu hans, áherslur og helstu nýjungar sem í honum felast. Einnig verður fjallað um upphafið að þessum nýjasta mannréttindasáttmála SÞ, söguna að baki þess að hann varð til og hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar sáttmálanum. Áhersla er á nokkrar lykilgreinar samningsins meðal annars þær sem fjalla um aðkomu samtaka fatlaðs fólks að innleiðingu og eftirliti.
Dagskrá:
Þriðjudagur
- Kynning á námskeiðinu
- Forsaga og tilurð sáttmálans
- Uppbygging, hugmyndafræði og helstu einkenni sáttmálans
- Umfjöllun um lykilgreinar (m.a. 19. grein)
Miðvikudagur
- Umfjöllun um lykilgreinar um réttindi (m.a. 12. grein)
- Innleiðing, framkvæmd og eftirlit innanlands (m.a. greinar 4.3 og 33) og á alþjóðavettvangi – og hlutverk samtaka fatlaðs fólks.
- Stutt kynning á sumarskólanum í Galway
Recent Comments