Húðlæknastöðin í samvinnu við lyfjafyrirtækið Novartis óska eftir einstaklingum eldri en 18 ára til rannsókna á líftæknilyfi sem þykir eitt það besta sem er á markaðnum í dag.
Rannsókninni stýrir Bárður Sigurgeirsson en hann skrifaði einmitt grein um líftæknilyf í tímarit Spoex árið 2011 sem fylgir með fréttinni.

Þátttaka í rannsókninni er gjaldfrjáls og þátttakendur þurfa að vera með útbrot á um það bil 10% af yfirborði húðarinnar.

Áhugasamir hafi samband við Sigríði hjá Húðlæknastöðinni á netfangið sigridur@hls.is