Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir varði á dögunum doktorsritgerð sína sem fjallar um minnkandi einkenni psoriasis eftir hálskirtlatöku. DV gerði rannsókn Rögnu Hlínar skil 17. janúar 2017.
Í umfjölluninni kemur m.a. “[…]að sjúklingum sem fóru í hálskirtlatöku batnaði marktækt meira en þeim sjúklingum sem ekki fóru í aðgerð. Batinn hélst líka í þessi tvö ár sem við fylgdum sjúklingunum eftir. Hálskirtlatökuhópurinn greindi auk þess frá auknum lífsgæðum og minni streitu tengdri psoriasis eftir aðgerðina. Samfara klínískum bata fundum við að M/K-eitilfrumum fækkaði verulega í blóði þeirra sjúklinga sem fengu bata en hins vegar ekkert hjá þeim sem engan bata fengu. Þessar frumur voru til staðar í ríkum mæli í þeim hálskirtlum sem fjarlægðir voru og þær liggja því undir grun um að vera sökudólgar í sjúkdómnum,” upplýsir Ragna Hlín.”
Rannsók Rögnu Hlínar má lesa hér
Við bendum einnig á vef Háskóla Íslands
Ragna Hlín tók þátt í fræðslumyndbandi sem Spoex gerði um psoriasis; sjá hér:[wpdevart_youtube]https://www.youtube.com/watch?v=GoTyMso1tZw&list=PLDUUHZ4Ox-R-OuMy2AooF0wd6aZlplB94[/wpdevart_youtube]
Recent Comments