Fyrr á þessu ári voru 10 aðilar valdir til þess að taka þátt í rannsókn á nýjum kremum Kerecis Dermatology sérstaklega hönnuð fyrir annarsvegar exem og hins vegar psoriasis. Kremin eru án stera og innihalda mOmega3.
Rannsóknir og samanburður á fyrir og eftir notkun á kreminu hefur reynst mjög vel og nú óska Kerecis eftir fleiri þátttakendum. Eina skilyrðið er að fólk sé á milli meðferða, hvorki að taka lyf né í ljósameðferð og að það sjái sér fært að mæta í fyrir og eftir myndatökur sem verða gerðar í Reykjavík.
Að launum hljóta þátttakendur 5 túpur af kremi frá Kerecis auk væntanlegs bata!
Áhugasamir hafi samband við Maríu í síma 690-3914 eða sendi tölvupóst á mk@kerecis.com
Recent Comments