KERECIS rannsókn
Kerecis leitar nú að 5 einstaklingum með exem og 5 einstaklingum með psoriasis til prófana á virkni kremanna, ásamt myndatökum fyrir og eftir meðhöndlun. Prófanirnar fela í sér daglegan áburð kremanna á hrjáð húðsvæði þátttakenda í að minnsta kosti 2 vikur. Ekki mun vera hægt að bera kennsl á þátttakendur á þeim ljósmyndum sem fyrirtækið hyggst nota, engar persónu-upplýsingar verða notaðar um þátttakendur utan kyns, aldurs og upplýsinga um ástand húðar fyrir, undir og eftir meðferð.
„Icepharma kynnir Kerecis, íslensk húðkrem með omega-3 fitusýrum. Þessi krem flokkast ekki sem snyrtivörur heldur lækningavörur enda ætluð fólki með veruleg húðvandamál. Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir vann að þróun kremanna.“
Kerecis™ Xma meðhöndlar auma, rauða, bólgna húð og einkenni exems og Kerecis™ Psoria meðhöndlar þykka hreistraða húð og einkenni psoriasis. Kremin innhalda mOmega3™ fitusýrur, sem eru unnar úr fiski með sérþróaðri aðferð sem gerir þeim kleift að endurskapa á nátturulegan máta millifrumulag húðarinnar.
Kerecis útvegar krem á meðan á prófunum stendur og mun þar að auki leggja hverjum þátttakanda til 5 stykki 50ml brúsa af Kerecis Xma eða Psoria kremi, eftir tilvikum.
Nánari upplýsingar um kremin má nálgast á shop.kerecis.com og kerecis.com og hér má lesa áhugaverða grein um kremin sem birtist í Kvennablaðinu.
Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á skrifstofa@spoex.is og skráið ykkur.

Recent Comments