Spoex býður UNGspoex í keilu!

Fimmtudaginn 5.maí 2016 ætlar UNGSpoex að halda keilukvöld kl.19:45 í Keiluhöllinni Egilshöll.
UNGspoex er félagsstarf innan spoex ætlað fólki á aldrinum 15-30 ára.
Kynning verður á UngSpoex og stutt spjall eftir keiluna.
Endilega sendið tölvupóst á ragnheidur@psoriasis.is til að skrá þátttöku.
Við hlökkum til að sjá ykkur ! 🙂

Facebook hópur: https://www.facebook.com/groups/399259470277517/

Read more

UNGspoex

Kominn er flipi hér að ofan sem kallast UNGspoex en það er heitið á ungliðahreyfingu sem stofnuð var fyrr á þessu ári.
Félagsstarfið er hugsað sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 15-30 ára. Hópurinn heldur úti virku spjalli í lokuðum hóp á miðlinum Facebook og hefur það að markmiði að veita stuðning, fræðslu og í senn vera félagsskapur þar sem fólk tengist í gegnum reynslu sína og gerir skemmtilega hluti saman. Ætlunin er að hittast nokkrum sinnum á ári og vera í samstarfi við sambærilega ungliðahópa, einkum á Norðurlöndum. Formaður hópsins er Ragnheiður Eyjólfsdóttir sem hefur einnig sæti varamanns í stjórn Spoex. Þeir sem vilja vera með í UNGspoex geta skráð sig í Facebook hópinn eða sent tölvupóst á ragnheidur@psoriasis.is.

Read more

Breytingar á vefsíðu

Vefsíða Spoex stendur þessa dagana í hamskiptum. Félagið hristir veturbúninginn af sér og bregst við vaxtaverkjum unglingsáranna. Glöggir félagsmenn munu sjá breytingar á útliti síðunnar á meðan klæðaskiptin standa yfir. Áhugasamir geta fylgst með breytingunum næstu daga og sent okkur skilaboð um hvernig þeim líkar.

Read more

Ert þú með psoriasis eða exem og ert á milli meðferða?

KERECIS rannsókn
Kerecis leitar nú að 5 einstaklingum með exem og 5 einstaklingum með psoriasis til prófana á virkni kremanna, ásamt myndatökum fyrir og eftir meðhöndlun. Prófanirnar fela í sér daglegan áburð kremanna á hrjáð húðsvæði þátttakenda í að minnsta kosti 2 vikur. Ekki mun vera hægt að bera kennsl á þátttakendur á þeim ljósmyndum sem fyrirtækið hyggst nota, engar persónu-upplýsingar verða notaðar um þátttakendur utan kyns, aldurs og upplýsinga um ástand húðar fyrir, undir og eftir meðferð.

„Icepharma kynnir Kerecis, íslensk húðkrem með omega-3 fitusýrum. Þessi krem flokkast ekki sem snyrtivörur heldur lækningavörur enda ætluð fólki með veruleg húðvandamál. Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir vann að þróun kremanna.“
Kerecis™ Xma meðhöndlar auma, rauða, bólgna húð og einkenni exems og Kerecis™ Psoria meðhöndlar þykka hreistraða húð og einkenni psoriasis. Kremin innhalda mOmega3™ fitusýrur, sem eru unnar úr fiski með sérþróaðri aðferð sem gerir þeim kleift að endurskapa á nátturulegan máta millifrumulag húðarinnar.

Kerecis útvegar krem á meðan á prófunum stendur og mun þar að auki leggja hverjum þátttakanda til 5 stykki 50ml brúsa af Kerecis Xma eða Psoria kremi, eftir tilvikum.

Nánari upplýsingar um kremin má nálgast á shop.kerecis.com og kerecis.com og hér má lesa áhugaverða grein um kremin sem birtist í Kvennablaðinu.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á skrifstofa@spoex.is og skráið ykkur.

Read more

Félagskírteini Spoex og afsláttarkjör

Í tilefni hækkandi sólar er ekki afvegaleitt að minna félagsmenn á Afsláttarkjör Spoex 
Ef þú ert félagsmaður og hefur ekki ennþá fengið kort frá okkur viljum við endilega fá að senda þér félagsskírteini sem fyrst. Endilega sendu okkur skilaboð og við reddum skírteini um hæl!
Einnig tökum við opnum örmum við nýjum félagsmönnum, hægt er að skrá sig hér

oliskort

Read more

Niðurgreidd krem

Sjúkratryggingar Íslands greiða niður nokkur mýkjandi og húðverndandi krem, um allt að 70-80%. Þetta var samþykkt 1.janúar árið 2015 og gildir til næstu fimm ára. Sjúklingar þurfa að biðja húðlækni um að sækja um afsláttinn í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Skjalið má nálgast á vef sjúkratrygginga, beinn linkur yfir á það er hér: Niðurgreidd krem

 

Read more

Niðurstöður aðalfundar 2016

Í gærkvöldi, 5.apríl 2016 var stjórn Spoex kosin til næstu tveggja ára. Ingvar Ágúst Ingvarsson verður áfram formaður félagsins,  Erna Arngrímsdóttir, Gautur Sturluson og Sveinn Óskar Hafliðason voru kosin aðalmenn stjórnar og nýr meðlimur, Ragnheiður Eyjólfsdóttir tekur sæti varamanns í stjórn.
Hinrik Harðarson og Elín Helga Hauksdóttir hafa starfað sem endurskoðendur félagsins síðastliðin tvö ár og er það mjög ánægjulegt að þau gáfu bæði kost á sér í starfið áfram. Jónína Emilsdóttir, fráfarandi varaformaður stjórnar hætti störfum eftir þrjátíu ára göfugt starf fyrir félagið. Henni voru færð blóm og miklar þakkir fyrir.

Erna Arngrímsdóttir flutti fræðsluerindi um alþjóðlega skýrslu WHO um húðsjúkdóminn psoriasis sem er sú fyrsta sinnar tegundar og mjög mikilvæg úttekt um sjúkdóminn.
Ingvar Ágúst kynnti hópastarf innan félagins. Hann lagði til að fleiri félagsmenn yrðu virkjaðir og þátttaka í hópastarfi væri ein leið í því. Nýlega var stofnuð ungliðahreyfing Spoex sem kallast UNGspoex og er hugsuð sem vettvangur fyrir fólk undir þrítugu með húðsjúkdóma. Ingvar Ágúst lagði einnig til að stofnaður yrði lagahópur sem yrði til ráðgjafar fyrir félagið og stefnumótunarhópur sem myndi aðstoða félagið varðandi hugmyndavinnu og annað því tengdu. Hann kallar eftir fleiri hugmyndum frá félagsmönnum tengdum frekara hópastarfi og leiðum til að virkja félagsmenn.
Þátttaka á fundinum var góð og brýn málefni rædd, meðal annars meðferðarúrræði og þá neikvæðu þróun að þeim fækki í raun í stað þess að fjölga. Nýkjörin stjórn félagsins mun beita sér fyrir því að vera þrýstiafl, bæði á stjórnvöld og aðra aðila. Ákveðið var að árgjald félgsmanna yrði óbreytt, 3000 kr.
Fráfarandi og nýkjörin stjórn Spoex þakka félagsmönnum fyrir góðan og farsælan aðalfund.

Read more