Það verður kynning á Kerecis húðvörum á göngudeild Spoex, í Bolholti 6, kl. 11:30-13.30 mánudaginn 15. febrúar kl. 11:30-13:30. Kerecis er íslenskar húðvörur þróaðar af Baldri Tuma húðsjúkdómalækni.

Auðvelt að meðhöndla sum húðvandamál með kremunum

Þessi krem eru CE merkt sem þýðir að þau eru lækningavara en ekki snyrtivara. „Reglugerðarumhverfið fyrir lækningavörur er miklu flóknara en fyrir snyrtivörur og alls konar prófanir þarf að framkvæma áður en leyfi fæst til að CE merkja vörur. CE merkingin staðfestir að Kerecis-kremin „meðhöndli“ ýmsa húðsjúkdóma og einkenni þeirra s.s. exem, psoriasis, húðnabba og þrálátt fótasigg.“
Baldur segir reynsluna af kremunum vera afskaplega góða. „Ég starfa sem húðlæknir og sé mikið að erfiðum húðvandamálum daglega. Sum þarfnast strax meðhöndlunar eða lyfja en sum vandamál er auðvelt að meðhöndla með Kerecis-kremunum. Það er auðvitað alltaf betra að nota náttúrulega meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er.“

http://www.dv.is/lifsstill/2016/1/24/dr-baldur-tumi-thad-er-audvitad-alltaf-betra-ad-nota-natturulega-medhondlun-frekar-en-lyf-thegar-kostur-er/