Fræðsla um exem 26. janúar

Sólrún Melkorka Maggadóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og ónæmisgöllum, mun halda erindi um exem, orsakir og meðferð, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:30 – 18:45.

Sólrún er menntaður barna- og ofnæmis- og ónæmislæknir frá Bandaríkjunum en hún fluttist til Íslands um mitt ár 2014 og starfar nú á ónæmisdeild Landspítalans auk þess að vera með stofu í Domus.

Það eru Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga sem standa í sameiningu fyrir þessari fræðslu.

Staður: Húsnæði SÍBS, Síðumúli 6

Húsið opnar kl. 17:00

Kaffiveitingar

https://www.facebook.com/events/574718486015155/

Read more

UNGspoex fræðsla 14. og 16. janúar

Hittingur og fræðsla fyrir ungmenni

Hittingur, spjall og fræðsla fyrir ungmenni með exem, psoriasis og psoriasisgigt. Hist verður 2x að þessu sinni, 14. janúar kl. 20-22 og 16. janúar kl. 13-16.

14. janúar hittumst við í Bolholti 6 í Reykjavík, þar sem Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklingar eru til húsa. Fræðsla um meðferðarmöguleika og húðvörukynning auk spjalls og veitinga.

16. janúar verður rætt um sjálfstyrkingu, kvíða, húðvörukynning auk þess sem leikkonurnar Ilmur Kristjánsdóttir og Lilja Nótt Þórarinsdóttir segja frá sinni reynslu að hafa húðsjúkdóm og taka þátt í spjalli.

Markmiðið er að ungmenni hitti jafnaldra og finni að þau séu ekki ein um að hafa húðsjúkdóm og finna fyrir afleiðingum þess.

Umsjón hafa Sigríður Ösp og Sveinn Óskar. Upplýsingar og skráning: namskeid@psoriasis.is

https://www.facebook.com/events/459124044279849/

 

 

 

Read more

Afsláttarkjör Spoex-félaga

Um áramót er tilvalið að minna á afslætti sem félagsmenn Spoex njóta. Hér má finna afslætti til að rækta sál og líkama auk afsláttar af húðvörum og bensíni.

Afsláttarkjör Spoex  frá 1. október 2015

Olís:*

–          6 kr. bensínslítrinn í þjónustu / 4 kr. bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu

–          10 % afslátt af öllum vörum nema tóbaki, símkortum, getraunum og tímaritum

–          10% afsláttur í Ellingsen (þó ekki af ferðavögnum né tilboðsvörum)

Jurtaapótekið:

10% afsláttur af vörum og viðtölum við Kolbrúnu grasalækni

–          Jurtaapótekið er í Skipholti 33 – http://jurtaapotek.is/

Markþjálfun:

Bettý Gunnarsdóttir ACC Markþjálfi veitir 30% afslátt af fyrsta tíma og er með tilboðspakka fyrir félagsmenn. Sími 6921881 netfang: bettysgi@gmail.com

Sálfræðiþjónusta:

Anna Dóra Steinþórsdóttir sálfræðingur býður félagsmönnum viðtalstíma á 10.000 kr. (aðrir 13.000). Sími: 866-4046

–          Anna Dóra er í Bolholti 6, 3. hæð.

Hugræn atferlismeðferð HAM:

Dóra Dröfn Skúladóttir geðhjúkrunarfræðingur býður félagsmönnum viðtalstíma á 9.000 kr. Sími: 841-7010

–          Dóra er í Bolholti 6, 3. hæð.

Líkamsrækt:

Gáski: 12 vikna kort 13.600 kr. (20% afsl.) / árskort 29.000 kr. (aðrir 34.000).

–          Gáski er í Bolholti 8. Þar er starfrækt sjúkraþjálfun og líkamsrækt. http://gaski.is/

POOJA yogastúdíó býður 20% afslátt á öllum 4ra vikna námskeiðum ofl.

–          Pooja er í Bolholti 4. http://www.poojayoga.com/

Fótsnyrting:

Fish Spa veitir 20% afslátt af fótameðferð og eru á Hverfisgötu 98. http://fishspa.is/

Húðvörur:

Bláa lónið veitir 40% afslátt af meðferðarvörum í verslunum sínum á Laugavegi 15, í Leifsstöð og í Bláa lóninu í Svartsengi.

–          Silica softening bath and body oil

–          Mineral Moisturizing cream

–          Mineral intensive cream

–          Silica mud mask

Göngudeild Spoex í Bolholti 6 selur ýmsar húðvörur á góðu verði fyrir alla og á sérkjörum fyrir félagsmenn. Krem, smyrsl, hársápur, sólarvörn, sprey frá ýmsum framleiðendum.

Lyfja: veitir 12% afslátt af nokkrum vöruflokkum, s.s. húðvörum, gerviskinni og hönskum. Fyrst þarf að veita Spoex heimild til að senda Lyfju kt. til að virkja afsláttinn.

Vinsamlegast sýnið Olís-kortið ykkar, með merki Spoex, þegar þess er óskað í viðskiptum.

olískort

* Spoex fær 0,5% af andvirði viðskipta við Olís.

Read more