Stjórn Spoex hefur ákveðið að áheit sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst 2015 renni í Vísindasjóð Spoex. Vísindasjóðurinn var stofnaður fyrir 10 árum og er tilgangur hans að efla rannsóknir á psoriasis- og exemsjúkdómum á Íslandi. Ekki hefur verið veitt úr sjóðnum þar sem enn er verið að safna í höfuðstól. Veittir verða styrkir af vöxtum af höfuðstól, þegar höfuðstóll hefur náð 10 milljónum króna.
Vel gekk að safna í vísindasjóðinn fyrstu árin en lítið hefur bæst í hann undanfarin ár og því blásum við til sóknar nú og skorum á fólk að heita á hlauparana okkar svo við náum settu marki sem fyrst, saman.
Í dag, 22. júní 2015 eru 60 dagar í hlaup og átta hlauparar hafa skráð sig til leiks í nafni Spoex, sem hægt er að heita á.
Hér má finna hlauparana okkar og gefa áheit:
http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6801770239
Hér má finna stofnskrá Vísindasjóðs Spoex:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=2537e633-346c-4fcf-a223-982346797bc2
Recent Comments