Vísindasjóður Spoex og Reykjavíkurmaraþon

Stjórn Spoex hefur ákveðið að áheit sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst 2015 renni í Vísindasjóð Spoex. Vísindasjóðurinn var stofnaður fyrir 10 árum og er tilgangur hans að efla rannsóknir á psoriasis- og exemsjúkdómum á Íslandi. Ekki hefur verið veitt úr sjóðnum þar sem enn er verið að safna í höfuðstól. Veittir verða styrkir af vöxtum af höfuðstól, þegar höfuðstóll hefur náð 10 milljónum króna.

Vel gekk að safna í vísindasjóðinn fyrstu árin en lítið hefur bæst í hann undanfarin ár og því blásum við til sóknar nú og skorum á fólk að heita á hlauparana okkar svo við náum settu marki sem fyrst, saman.

Í dag, 22. júní 2015 eru 60 dagar í hlaup og átta hlauparar hafa skráð sig til leiks í nafni Spoex, sem hægt er að heita á.

Hér má finna hlauparana okkar og gefa áheit:

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6801770239

Hér má finna stofnskrá Vísindasjóðs Spoex:

http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=2537e633-346c-4fcf-a223-982346797bc2

Read more

Námskeið fyrir ungmenni með psoriasis

Spoex verður með tveggja daga námskeið í ágúst fyrir ungt fólk með psoriasis. Ert þú ungmenni með psoriasis eða þekkirðu til ungmennis með psoriasis? Hafið þá samband í netfangið namskeid@psoriasis.is Viðmiðið er ungmenni 16-22 ára (fædd 1993-1999).

Sigríður Ösp stjórnarmaður í Spoex hefur yfirumsjón með námskeiðinu og fékk hún til þess styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna (NSN). Sigríður greindist með psoriasis á unglingsaldri og stundar nú nám í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hún nær því að sameina eigin reynslu og fræðilega þekkingu í þessu verkefni.

Sigríður verður dagana 29. júní – 3. júlí á námskeiði dönsku psoriasissamtakanna fyrir börn og ungmenni og kemur því með ferska þekkingu og nálgun fyrir ungmenni hér heima.

Nánari upplýsingar um tíma, staðsetningu og dagskrá koma síðar en best er að senda tölvupóst sem fyrst í netfangið namskeid@psoriasis.is og þá getur Sigríður verið í beinu sambandi. Ungmenni utan af landi eru sértaklega velkomin.

 

Read more

Stutt vika

Við minnum á að sumartími göngudeildar í Bolholti 6 hefur tekið gildi.

Opið er mánud.-fimmtu. kl. 10-17 en óbreytt á föstudögum kl. 9:30-16:30.

Þessi vika er stutt, lokað er 17. júní og frá kl. 12 föstudag, 19. júní vegna hátíðarhalda í tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna.

Read more

Sumaropnun göngudeildar Spoex í Bolholti 6

Það verður opið í allt sumar OG alla virka daga á göngudeild Spoex í Bolholti 6. Við ætlum þó að færa opnunartímann til mánudaga til fimmtudaga en halda sama tíma á föstudögum.

Sumartíminn verður 15. júní – 14. ágúst sem hér segir:

Mánud.-fimmtudaga kl. 10-17

Föstudaga kl. 9:30-16:30.

Gleðilegt sumar!

Stjórn og starfsfólk Spoex.

Read more

Salcura húðvörur í dag kl. 15-17

Spoex stendur fyrir húðvörukynningum í Bolholti 6 á næstunni. Næsta kynning er í dag, miðvikudaginn 3. júní kl. 15-17, þegar Elísabet kynnir Salcura vörur, sprey og áburði. Verið öll velkomin.

 

IntBBZeo

 

http://www.gengurvel.is/is/vorur/viewProductGroup/26

 

 

Read more