Aðalfundur Spoex – fundargerð

Aðalfundur Spoex var haldinn 28. apríl s.l. í húsi Gigtarfélags Íslands.

Dr. Björn Guðbjörnsson, flutti erindi um psoriasis, sóragigt og mutilans, sem er sjaldgæfasti sjúkdómurinn sem tengist hinum tveimur.

Hér má finna fundargerð aðalfundar:

Aðalfundur Spoex 2015, haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl. 19:30 í Ármúla 5, 2. hæð.

 

1.         Formaður setur fundinn.

Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður setur fundinn.

2.         Kjör fundarstjóra og fundarritara. Formaður leggur til að HJ verði fundarstjóri. Samþykkt.

Formaður leggur til að Kristín Ólafsdóttir verði fundarritari. Samþykkt.

Helgi Jóhannesson fundarstjóri minnist tveggja nýlátinna félaga. Gísli Kristjánsson heiðursfélagi og Valur Margeirsson.

Látinna félaga minnst með því að fundarmenn standa upp og mínútu þögn.

3.         Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.

Fundargerðin liggur fyrir og samþykkt að hún sé ekki lesin upp.

4.         Skýrsla stjórnar.

Formaður les skýrslu stjórnar.

5.         Reikningar lagðir fram og skýrðir.

Þorsteinn Þorsteinsson gjaldkeri fer yfir reikninga

félagsins. Fyrirspurn um innheimtu félagsgjalda, hvenær sent út. Var óvenju seint vegna nýs félagskerfis.

6.         Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

7.         Reikningar félagsins bornir upp.

Samþykktir.

9.         Kosning tveggja manna í stjórn.

Það var eitt sæti laust nú. Þorsteinn Þorsteinsson býður sig fram aftur. Ekki fleiri framboð. Þorsteinn rétt kjörinn. Lófatak

10.       Kosning eins varamanns.

Það var eitt sæti laust nú. Sigríður Ösp Elínardóttir býður sig fram aftur. Ekki fleiri framboð. Þorsteinn rétt kjörinn. Lófatak.

11.        Kosning tveggja endurskoðenda.

Tillaga stjórnar: Hinrik Þór og Elín Hauksdóttir.

12.        Ákveðin upphæð árgjalds.

Tillaga stjórnar óbreytt árgjald, kr. 3.000,-. Samþykkt.

13.       Lagabreytingar.

Hópur á vegum stjórnar að skoða þessi mál.

14.       Önnur mál.

Hagsmunamál. Meðferðarúrræði.

Formaður fer yfir málin, t.d. alvarlega stöðu vegna loftslagsmeðferða, sem ekki eru í boði núna. Bláa lónið einnig rætt. Umræður um að ekki allir hafa heimabanka, en reikningar voru einungis sendir í heimabanka. síðast.

Kaffihlé: veitingar og húðvörukynning í boði Actavis.

Aðal2015

Ingvar Ágúst Ingvarsson ræðir skýrslu stjórnar.

Björn

dr. Björn Guðbjörnsson

 

Read more

Decubal húðvörukynning í dag kl. 14-16

Spoex stendur fyrir húðvörukynningum í Bolholti 6 á næstunni. Fyrsta kynningin verður mánudaginn 11. maí kl. 14-16, þegar Guðfinna hjá Actavis kynnir Decubal húðvörur, þ.á.m. sólarvörn. Verið öll velkomin.

Decubal_Hopmynd

Read more