Áskorun til stjórnvalda

Öryrkjabandalag Íslands skorar á stjórnvöld að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fyrst.
Ísland er eitt af fjórum Evrópulöndum sem eiga eftir að innleiða samninginn.

Vilt þú skrifa undir áskorunina?  Hér er leið til þess -> http://www.obi.is/askorun

Read more

Spoex í 42 ár

Þann 15. nóvember 1972 voru Samtök psoriasis- og exemsjúklinga, Spoex, stofnuð.

Það er ekki síður þörf nú en þá, að hafa starfandi sterk hagsmunasamtök þar sem rödd fólks með þessa ólæknandi sjúkdóma, heyrist. Stjórn samtakanna hefur á þessu ári fundað með landlækni, heilbrigðisráðherra, formanni siglingarnefndar og starfsfólki Sjúkratrygginga til að gera allt sem hún getur til að koma í veg fyrir meiri niðurskurð á meðferðum sjúklinga. Samtökin hafa tekið þátt í samstarfi innanlands þar sem 46 sjúklingasamtök sendu frá sér yfirlýsingu til að lýsa áhyggjum vegna ástandsins á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Einnig höfum við átt í góðu samstarfið við Gigtarfélag Íslands og Félag sykursjúkra um fræðslu og erum í samstarfi við Félag íslenskra húðlækna og Astma- og ofnæmissamtökin vegna endurnýjun á bæklingum. Spoex er eitt fjölmargra félaga innan Öryrkjabandalags Íslands.

Spoex rekur göngudeild með ljósameðferðum fyrir psoriasis- og exemsjúklinga í Bolholti 6 og þarf beiðni frá húðlækni til að fá meðferð.

Nýlega voru send út árgjöld Spoex í heimabanka félagsmanna og viljum við nota tækifærið og minna félagsmenn á að greiða það sem fyrst, þar sem árgjöldin eru stór liður í fjármögnun félagsins. Einnig hvetjum við aðra til þess að ganga í félagið og styrkja það þannig sem málsvara þess fjölda fólks sem glímir við þessa sjúkdóma, lungann úr ævinni.

Read more

Minnislisti sjúklings

Spoex gat út minnislista sjúklings, þegar leitað er til læknis á alþjóðadegi psoriasis 29. október s.l. Minnislistinn er uppruninn hjá finnsku psoriasis-samtökunum og fengum við að þýða hann og staðfæra. Actavis kostaði útgáfuna og hafi það þökk fyrir. Minnislistinn inniheldur helstu spurningar sem sjúklingar geta spurt lækninn sinn að og vill gleymast, þegar til læknisins er komið. Spurningarnar eru af ýmsum toga, svo sem um sjúkdóminn, meðferð, tengda sjúkdóma og daglegt líf.

Hlátur er smitandi – ekki psoriasis!

Minnislistann má fá sem lítið kort, sem passar í veski í Bolholti 6, eða hér í viðhengi. Einnig er hann sendur til félagsmanna ef þeir óska þess. Netfang okkar er skrifstofa@spoex.is

Minnislisti sjúklings

Read more