Spoex fundaði með heilbrigðisráðherra

Nýlega áttu formaður og varaformaður Spoex, Ingvar Ágúst Ingvarsson og Jónína Ólöf Emilsdóttir fund með heilbrigðisráðherra Kristjáni Þóri Júlíussyni. Fundinn sátu einnig Ólafur Gunnarsson sérfræðingur í ráðuneytinu og Kristín Ólafsdóttir skrifstofustýra Spoex.
Spoex benti á að niðurskurður í heilbrigðisþjónustu síðustu ára hefur bitnað talsvert á psoriasissjúklingum. Húðdeild LSH var lögð niður og framlag ríkisins til Bláa lónsins hefur einnig verið skorið niður síðustu ár, meðal annars á legudeild sem sinnir landsbyggðinni einna helst. Norðmenn sögðu upp samningi við Ísland um loftslagsmeðferðir frá og með næstu áramótum og því gæti orðið bið á loftslagsmeðferðum ef ekki verður samið fljótlega við nýja aðila. Það er því hætta á að enn kreppi að möguleikum psoriasissjúklinga á að fá meðferð við hæfi.
Talsverð aukning hefur verið í ljósameðferðir síðustu ár. Ekki er vitað með vissu hvers vegna það er, en fækkun annarra úrræða er líkleg skýring. Spoex leggur áherslu á að það er mismunandi hvað hentar hverjum sjúklingi á hverjum tíma og því má úrræðum fyrir þá ekki fækka enn frekar.

Read more

Fræðslufundur 1. okt

Fræðslufundur
Gigtarfélagið, Samtök sykursjúkra og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi.
Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur, verður með fræðsluerindi um mataræði og Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, verður með fræðsluerindi um hreyfiseðla.
Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, salur Hvammur.
Stund: 1. október kl. 19:30

Dagskrá
kl. 19:30 Sigríður Eysteinsdóttir – “Hvað er hollt mataræði”
kl. 20:00 Kaffihlé
kl. 20:15 Auður Ólafsdóttir – “Hreyfiseðlar”

gigtarfelagidspoex_logo_staktsamtoksykursjukra

Read more