Spoex er nú á skrá sem eitt þeirra félaga sem safnar áheitum í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið 23. ágúst 2014.

Í dag, 3. júlí hafa þrír hlauparar skráð sig til leiks og ætla að fara ýmist 10 km eða hálfmaraþon sem er 21 km. Við hvetjum alla til að heita á þau og safna áheitum fyrir félagið okkar meðal vina og vandamanna. Hér má fylgjast með áheitasöfnun okkar félags. Og svo  má finna allt annað um hlaupið hér.