Fundað með landlækni

Formaður Spoex Ingvar Ágúst og Geir Gunnlaugsson landlæknir funduðu nýlega um málefni psoriasis- og exemsjúklinga á Íslandi. Einnig var rætt um þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nú í maí sem landlæknir sækir og þar verður tekin fyrir ályktun sem ætti að styrkja stöðu psoriasissjúklinga um allan heim og áður hefur verið fjallað um hér.

Read more

Ingvar Ágúst nýr formaður

Aðalfundur SPOEX, var haldinn í vikunni. Kjörinn var nýr formaður, Ingvar Ágúst Ingvarsson sem hefur verið í stjórninni í þrjú ár samtals. Tveir nýir aðilar voru kjörnir, þeir Gautur Sturluson og Sveinn Óskar Hafliðason sem varamaður. Einnig voru kjörnar áfram Erna Arngrímsdóttir og Jónína Ólöf Emilsdóttir. Auk þeirra eru í stjórninni Sigríður Ösp Arnarsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Á þriðja tug mættu á aðalfundinn, hlýddu á fyrirlestur frá Birki Sveinssyni lækni og nutu veitinga og kynninga á vörum frá Actavis.

Read more