Blog

Psoriasis og WHO

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur til samvinnu og samstarfs ríkja til að auka heilbrigði mannkyns. Stofnunin hvetur aðildarríki til samvinnu um heilbrigðismál og samhæfingu gagna, svo sem um meðferðir við sjúkdómum, algengi, lyf og rannsóknir ýmis konar. Gerð var skýrsla um psoriasis fyrir WHO og hefur verið samþykkt ályktun til fulltrúaþings WHO sem kosið verður um nú í maí. Skýrslan er óstytt hér (á ensku): Ályktunina má finn hér á íslensku:    og hér á ensku:   Ísland á fulltrúa á þingi WHO sem mun kjósum um hvort psoriasis fái sama sess og aðrir krónískir, erfiðir sjúkdómar hafa. Það ætti að gera sjúklingum, læknum, rannsakendum og heilbrigðiskerfum ríkja auðveldara með að fá upplýsingar um meðhöndlunarúrræði, fé til rannsókna og svo mætti áfram telja. Ísland býr meðal annars yfir Bláa lóninu sem gagnast fjölmörgum sjúklingum og gæti miðlað af reynslu sinni. Ísland hefur því bæði mikið að gefa og mikið að sækja í slíkt samstarf. Við vonumst því til að ríki heims geri psoriasissjúklingum um heim allan þann greiða að samþykkja fyrirliggjandi ályktun.