Blog

Ályktun WHO sem kosið verður um í maí

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun nú í maí kjósa um hvort psoriasis sjúkdómurinn fái sama sess og aðrir ósmitbærir sjúkdómar. Ályktunin er svohljóðandi í íslenskri þýðingu:

133rd session           EB133.R2      Agenda item 6.2            30 May 2013

Psoriasis

Framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eftir skoðun á skýrslu um psoriasis[1], leggur til að sextugasta og sjöunda Alþjóðaheilbrigðisþingið (WHO) samþykki eftirfarandi ályktun:

Sextugasta og sjöunda Alþjóðaheilbrigðisþingið;

–          minnir á allar ályktanir og ákvarðanir sem samþykktar hafa verið af Alþjóðaheilbrigðisþinginu um forvarnir gegn og eftirlit með, ósmitnæmum sjúkdómum og undirstrikar mikilvægi þess fyrir aðildarríkin að halda áfram að huga að lykil áhættuþáttum, að því er varðar ósmitnæma sjúkdóma, með innleiðingu hnattrænnar aðgerðaáætlunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um forvarnir gegn, og eftirlit með, ósmitnæmum sjúkdómum 2013-2020.

–          Viðurkennir brýna þörf fyrir marghliða viðleitni til að stuðla að bættu heilbrigði manna með því að veita aðgang að meðferð og heilsugæslumenntun.

–          Viðurkennir einnig að psoriasis er langvinnur ósmitnæmur, sársaukafullur og hamlandi sjúkdómur sem hefur lýti í för með sér og engin lækning er til við.

–          Viðurkennir að auki að til viðbótar við sársauka, kláða og blæðingar af völdum psoriasis upplifa margir psoriasis-sjúklingar um heim allan bæði skömm og mismunun, bæði félagslega og vinnutengda.

–          Undirstrikar að þeir sem eru með psoriasis eru í meiri hættu gagnvart ýmsum samverkandi sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, offitu, Crohns-sjúkdómi, hjartaáfalli, sáraristilbólgu, efnaskiptavillu, hjartaslagi og lifrarsjúkdómum.

–          Undirstrikar einnig að allt að 42% psoriasissjúklinga þróa einnig með sér psoriasisgigt sem veldur sársauka, stirðleika og bólgum í liðamótum og getur leitt til varanlegrar afmyndunar og bæklunar.

–          Undirstrikar að of margir í heiminum líði ónauðsynlegar þjáningar af völdum psoriasis vegna rangrar sjúkdómsgreiningar, eða vegna þess að greiningin tekur of langan tíma, ófullnægjandi meðferðarmöguleika og ófullnægjandi aðgengis að meðhöndlun.

–          Viðurkennir viðleitni hagsmunaaðila til að berjast fyrir aukinni vitund um psoriasis-sjúkdóminn, sérstaklega með árlegum aðgerðum í mörgum löndum hinn 29. október, þar með talið vitund um þá skömm sem einstaklingar með psoriasis upplifa.

–          Fagnar umfjöllun framkvæmdastjórnarinnar um psoriasis-málefni á 133. fundi sínum.

  1. Hvetur aðildarríki til að taka þátt í frekari viðleitni til að vekja vekja til vitundar um psoriasis-sjúkdóminn, vinna gegn þeirri skömm sem psoriasis-sjúklingar upplifa, sérstaklega með árlegum aðgerðum hinn 29. október í aðildarríkjunum.

2.   Aðalframkvæmdastjórinn óskar eftir því að:

  1. vekja athygli á áhrifum psoriasis á lýðheilsu með því að gefa út alþjóðlega skýrslu um psoriasis, þar á meðal um nýgengi og útbreiðslu á heimsvísu, með áherslu á þörf á frekari rannsóknum á psoriasis og skilgreina árangursríka nálgun til að samþætta meðhöndlun á psoriasis við aðra þjónustu sem í boði er fyrir ósmitnæma sjúkdóma, fyrir hagsmunaðila, sérstaklega stefnumótandi aðila, fyrir árslok 2015,
  2. setja upplýsingar um greiningu psoriasis, meðferð og meðhöndlun á vefsíðu AHS (WHO) með það að markmiði að vekja almenning til vitundar um psoriasis og sameiginlega áhættuþætti og gera ráðstafanir til að auka tækifæri til menntunar og aukinnar þekkingar á psoriasis.

(Fjórði fundur, 30. maí 2013.)

 

Sjá á ensku á heimasíðu IFPA

http://apps.who.int/gb/ebwha/pdf_files/EB133/B133_R2-en.pdf

 [1] Skjal EB133/5, með sérstakri áherslu á málsgreinar 21, 22 og 23. EB133.R2