29. nóvember 2022

Myndir frá Alþjóðadegi Psoriasis 2022

Alþjóðadagur Psoriasis 2022 var haldinn hátíðlegur 29. október s.l. á Grand Hótel. Í tilefni 50 ára afmælis SPOEX var ákeðið að hafa dagskrána veglegri en áður og fengum við marga góða fyrirlestra. Mætingin var mun betri en undanfarin ár og megum við þakka því að allar takmarkanir vegna Covid-19 eru ekki lengur til staðar.

Bláa Lónið mætti að sjálfsögðu á Alþjóðadag Psoriasis 2022 og vr bauð uppá prufur af sínum flottu rakakremum o.fl. en í ár gengu þau langt fram úr sér og styrktu Spoex um heilar 900.000 krónur. EItthvað sem kemur sér ótrúlega vel í okkar starfi og erum við þeim innilega þakklát fyrir þetta örlæti.

Á mynd sést formadur Spoex þakka Esther Hjálmarsdóttur, hjúkrunarfræðingi hjá Bláa Lóninu fyrir gjöfina

Bláa Lónið var með kynningarbás

Alvogen lét sig ekki heldur vanta og var með prufur af Decobal fyrir gesti ásamt því að vera einn okkar helsti styrktar- og stuðningsaðili

Steinunn Oddsdóttir og Erna Arngrímsdóttir voru heiðraðar fyrir störf sín í þágu félagsins

Elín Helga Hauksdóttir var einnig heiðruð fyrir störf sín í þágu félagsins

Leikið var undir á píanó á meðan gestir voru að koma sér fyrir og einnig í hléi

Meirihluti núverandi stjórnar SPOEX.
F.v. Valgerður Auðunsdóttir, Elín Helga Hauksdóttir, Sigrún Dóra Hemmert Bergsdóttir og Arnþór Jón Egilsson. Á myndina vantar Drífu Ósk Sumarliðadóttur

Formenn SPOEX í gegnum tíðina

Herbert Guðmundsson bregður á leik

Herbert Guðmundsson kom í lok formlegrar dagskrár og tók nokkur lög