Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Spoex á árinu 2017

Senn líður að áramótum og bráðum verða kynnt þau afsláttarkjör sem standa félagsmönnum til boða á árinu 2017. Félagsmenn Spoex fá allir send félagsskírteini heim að dyrum við skráningu í félagið. Skírteinið sjálft rennur aldrei út en afsláttarkjör eru endurskoðuð árlega. Átt þú fyrirtæki og vilt bjóða félagsmönnum Spoex afsláttarkjör á komandi starfsári? Eða ert […]

Alþjóðadagur psoriasis

Vinsamlega ýtið á plaggatið til að stækka það Í tilefni af alþjóðadeginum boða Spoex til fyrirlestrarraðar og vörukynninga tengdum sjúkdómnum psoriasis. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að fagna með okkur alþjóðadegi psoriasis í salnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, þann 25. október 2016 á milli kl 17:00-20:00. Allir eru velkomnir og […]

Tímarit Spoex

Senn líður að útgáfu næsta tímarits Spoex! Ert þú með góða hugmynd að grein sem þú myndir vilja lesa eða jafnvel skrifa? Endilega sendu okkur línu á skrifstofa@spoex.is eða í gegnum facebook síðu okkar  Bestu kveðjur, Stjórn Spoex -Samtök Psoriasis -og exemsjúklinga

Markmið og sigrar í góða þágu

Reykjavíkurmaraþoni lauk síðastliðinn laugardag, þann 20. ágúst, 2016. Alls hlupu 12 vaskir einstaklingar í þágu Spoex í stærstu fjáröflun Íslands og söfnuðust hvorki meira né minna en 174.500kr! Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hétu á hlaupara í ár og sérstakar þakkir fá eftirfarandi einstaklingar sem skelltu sér í hlaupagallann fyrir Spoex í ár: *Adam […]

12% afsláttur í Lyfju

Vissir þú að þú að félagsmenn Spoex eiga rétt á 12% afslætti í verslunum Lyfju af nokkrum vöruflokkum; húðvörum, gerviskinni og hönskum. Vegna laga um persónuvernd er Spoex ekki heimilt að senda Lyfju kennitölur án samþykkis hvers einstaklings og biðjum við því þá sem hafa áhuga á að nýta sér þetta um að fylla út þetta […]

Yfirlýsing stjórnar Spoex varðandi fækkandi meðferðarúrræði

Stjórn Spoex, Samtaka psoriasis- og exemsamtaka á Íslandi, lýsir yfir þungum áhyggjum yfir takmörkun á meðferðarúrræðum hjá psoriasis- og exemsjúklingum á Íslandi. Misjafnt er hvaða meðferðarúrræði virka fyrir hvern sjúkling og því er mikilvægt að ólík úrræði, utan lyfjameðferða, standi til boða. Sjúklingar gátu áður í slæmum tilfellum fengið tilvísun til meðferða á Kanaríeyjum í […]

Viltu fá fréttabréf Spoex í tölvupósti?

Ákveðið hefur verið að senda reglulega stutt fréttabréf til þeirra félagsmanna sem skráð hafa netfang sitt við skráningu í félagið. Það eru aðeins örfá ár síðan markviss skráning hófst á netföngum félagsmanna og því eru aðeins skráð um 400 netföng af rúmlega 1300 félagsmönnum. Í framhaldi af því var ákveðið að bjóða áhugasömum að skrá […]

UNGspoex

Kominn er flipi hér að ofan sem kallast UNGspoex en það er heitið á ungliðahreyfingu sem stofnuð var fyrr á þessu ári. Félagsstarfið er hugsað sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 15-30 ára. Hópurinn heldur úti virku spjalli í lokuðum hóp á miðlinum Facebook og hefur það að markmiði að veita stuðning, fræðslu og í […]